Sviptingar og gerjun hjá Bretum.

Furðulegar sveiflur birtast í skoðanakönnunum í Bretland um þessar mundir varðandi afstöðu þeirra til verunnar í ESB. Á dögunum sýndi könnun að talsvert fleiri vildu vera áfram en segja sig úr, en nú hefur þetta allt í einu snúist við.

Manni dettur í hug hvort framsetning og fjöldi spurninga hefur haft áhrif, því að í seinni könnuninni var spurt fleiri spurninga, til dæmis varðandi það að "kíkja í pakkann" eins og það hefur verið kallað hér á landi.

Var þá leitað eftir áliti spurðra á því hver langt Bretar gætu komist í samningum við ESB.

Sumir Bretar gæla enn við gamlar hugmyndir um evrópskt stórveldi sem stæði utan við ESB og væri skipað Bretum og EFTA-þjóðunum.

Spurningin er hins vegar hve miklu EFTA-þjóðirnar fengju að ráða í slíku sambandi þar sem Bretar yrðu augljóslega lang stærsti aðilinn. Að minnsta kosti er hæpið að margir þeir, sem nú kvarta mest undan veldi Þjóðverja í ESB myndu sætta sig við hlutfallslega miklu meira veldi Breta í stækkuðu EFTA.

Síðan er tæknilega spurningin þess efnis að Bretar myndu gerast aðilar að EES.

En þá er hætt við að óánægja þeirra með að áhrif þeirra séu of lítil í ESB yrði enn meiri við það að komast alls ekki að samningaborðinu í Brussel.

Það verður spennandi að fylgjast með því hvað Bretar gera á næstu árum, því að það hlýtur að hafa áhrif á stöðu ríkjanna í norðanverðri Evrópu.  


mbl.is Fleiri Bretar vilja úr Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki láta blekkjast af fyrirsögnum Moggans.

"Tendentious" og varasamar. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.6.2014 kl. 22:36

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandið hefur engan áhuga á nýjum samningum um aðild ríkja að Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Og ekki myndu völd Bretlands í Evrópu aukast við að taka upp mikinn meirihluta af reglum Evrópusambandsins án þess að geta tekið nokkurn þátt í að semja þær, eins og Íslendingar og Norðmenn nú með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.

Hvorki Ísland né Noregur hafa hins vegar áhuga á að segja upp þeirri aðild.

Bretland getur sagt upp aðild að Evrópusambandinu og Ísland gæti að sjálfsögðu einnig sagt upp aðild að sambandinu eða Evrópska efnahagssvæðinu.

Þannig gætu Bretland og Ísland væntanlega gert í staðinn fjöldann allan af samningum við Evrópusambandið, eins og Sviss hefur gert.

En tæplega aukast völd Bretlands í Evrópu við það og enginn flokkur sem á sæti á Alþingi hefur áhuga á að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þar að auki gætu Skotar kosið sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi í þjóðaratkvæðagreiðslu nú í haust en ef svo færi vilja þeir vera áfram í Evrópusambandinu og taka upp evru eða vera áfram með breska pundið, sem Bretar eru nú ekki sérlega hrifnir af.

Og Skotar vilja að þrátt fyrir sjálfstæði Skotlands yrði Elísabet Bretadrottning áfram þjóðhöfðingi landsins, eins og til að mynda Kanada og yrði því eins og það  sjálfstæða ríki áfram konungsríki.

Þorsteinn Briem, 23.6.2014 kl. 00:00

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það má sjá yfirlit yfir kannanir varðandi afstöðu breta til EU aðildar hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/Proposed_referendum_on_United_Kingdom_membership_of_the_European_Union

Heilt yfir virðist manni stuðningur við aðild vera að aukast á þessu ári miðað við fyrri ár.

Yfirleitt meirihluti með aðild.

Varðandi spurninguna um sérstakar viðræður eða atriði sem UK næði fram í einhverjum samningum sem talað er um - þá er stuðningurinn afdráttarlaus.

Málið er að fjölmiðlar íUK og pólitískir lýðskrumarar hafa ruglað soldið með UK búa varðandi ESB undanfarin ár og talsvert lengi.

Bara sem dæmi, þá hafa endalausar fréttir í breskum götublöðum verið um hitt og þetta sem sagt er að komi frá ESB svo sem bognar gúrkur, kvenfélag fái ekki að selja rjómakökur o.s.frv.os.frv.

Það hefur sýnt sig að slíkar fréttir eru mikið lesnar og vinsælar í UK.

Smá saman hefur byggst upp óraunsæ afstaða margra og orðið svona í tísku að skamma ESB og þá talar fólk útfrá slíkum götublaðafréttamennsku eitthvað útí bláinn.

Mjög algengt er líka að sjá að UK ESB andstæðingar vilji takmarka ferðir fólks til ESB.

Það er mjög sérkennileg tenging því Bretland sem fv. heimsveldi hefur auðvitað miklar tengingar við fv. lönd og ferðir fólks þaðan til UK eru miklar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.6.2014 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband