HM litla mannsins.

Fram að þessu hefur það verið eitt af aðalsmerkjum HM í knattspyrnu hvað lið þjóða, sem ekki var spáð sérstöku gengi, hafa blandað sér hressilega inn í baráttuna, valdið miklum tiðindumog orðið til þess beint og óbeint að "stórlið" hafa farið hrakfarir..

Fyrirfram var búið að bóka helstu þjóðirnar sem myndu komast í undanúrslitin, stórveldi í knattspyrnunni á borð við Spánjverja, Ítali, Brasilíumenn, Argentínumenn, Þjóðverja, Frakka og Englendinga, - allt þjóðir sem höfðu hampað heimsmeistaratitlum.

Dæmin um óvænt úrslit eru of mörg til a vera talin upp, en bara í gær fengu Argentínumenn stig á silfurfati þar sem Íranir voru rændir vítsspyrnu og Þjóðverjar máttu þakka fyrir úrslitin í leiknum við Ghana.

"Litlu mennirnir", frá þjóðum sem hingað til hafa ekki verið í "stórveldaklúbbnum" í knattspyrnunni hafa sýnt fjör og leik- og baráttugleði sem hafa glatt heimsbyggðina.

Fagnið hjá Ghanabúum og gangan inn á völlinn í gær voru gott dæmi um HM litla mannsins.  


mbl.is HM í beinni - sunnudagur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigur upp á silfurfat,
setti ljóti kallinn,
enska liðið ekkert gat,
í ónáð margur fallinn.

Þorsteinn Briem, 22.6.2014 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband