Þökkum fyrir að þeir kaupa ekki 40% minni föt.

1957 fór Björn Pálsson frækilegt sjúkraflug á eins hreyfils flugvél til Scoresbysunds til að ná í tvær sjúkar konur og eitt barn og koma þeim til Reykjavíkur.

Hann var einn um borð í vélinni því að ekki var pláss fyrir fleiri.

Þetta var fyrir 57 árum og það hafa orðið miklar framfarir í björgun mannslífa síðan þá.

Setjum sem svo að opinber nefnd myndi kaupa fatnað á sjúkraflutningamenn og telja sig verða að spara frá því sem áður var og það fyrsta sem hún myndi gera væri að spara á þann hátt að kaupa 40% minni föt á alla. Auðvitað myndi það ekki ganga upp.  

Mjög hörð samkeppni er á milli bílaframleiðenda hvað varðar bíla, sem hentugir eru til sjúkraflutninga.

Nægt innanrými til þess að koma sjúklingum fyrir og geta sinnt þeim er atriði númer eitt og enginn vafi er á því að þegar því hefur verið sinnt almennilega á að vera auðvelt að gera hagkvæm innkaup án þess að ganga freklega gegn helsta skilyrðinu, sem setja þarf.   


mbl.is Keyptu of litla sjúkrabíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Konurnar og barnið hafa þá væntanlega dáið á leiðinni vegna plássleysis. Eða er þörfin á miklu plássi ofmetin?

Hábeinn (IP-tala skráð) 23.6.2014 kl. 17:09

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er gott, Gunnars majonesið:

http://www.hun.is/wp-content/uploads/2013/11/article-2487803-1934C5DD00000578-423_634x362.jpg

Þorsteinn Briem, 23.6.2014 kl. 18:34

3 identicon

"Guð skapaði manninn eftir sinni mynd."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.6.2014 kl. 20:03

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Flug Björns var algert neyðarflug fyrir báðar konurnar og barnið. Engin önnur tiltæk flugvél gat lent við Scoresbysund. Björn var bundinn við að fljúga vélinni og hefði ekki getað komið konunum til aðstoðar eins og sjúkraliði hefði getað gert.

Flugið allt og áhættan, sem taka þurfti, var því mikil. En öll komust þau heil á leiðarenda.  

Ómar Ragnarsson, 23.6.2014 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband