Jafnmargar kenningar og um hvarf Amalíu Erhardts?

1937 týndist frægasta flugkona heims á flugvél sinni yfir Kyrrahafi og hefur ekkert til hennar né vélarinar spurst síðan.

Vegna þess að ekki hefur fundist tangur né tetur af vélinni hafa myndast ótal sögusagnir og tilgátur um það, hvað hafi valdið hvarfi hennar og hvað hafi orðið um hana.

Ein kenningin var sú að Japanir hefðu rænt vélinni og jafnvel haft hana í haldi hjá sér árum saman. Í sumum útgáfunum stundaði hún njósnir á flugferðum sínum og lenti í vandræðum út af því.

Þótt sagnir væru af örlögum Hitlers var lengi velt vöngum yfir því hvort hann hefði komist undan frá Berlín og lifað mislengi síðan, allt eftir því hver sögumaðurinn var. 

Svo eru til svipaðar kenningar um lifandi menn, til dæmis ýmsar samsæriskenningar um það að Neil Armstrong og félagar hefðu aldrei komist til tunglsins, þetta hefðu verið tómar lygar og blekkingar.  

Margir neituðu að trúa því að Elvis Presley hefði dáið. Já, "Elvis is in the building".

Um upprisu Krists eru ýmsar kenningar, með og á móti.  

Nú er flugstjóri MH 370 kominn á svipaðan stall og Amalía Erhardt og þau hin. Allt vegna þess að ekki hefur fundist tangur né tetur af þotunni sem hann flaug.  


mbl.is Flugmaðurinn aftur grunaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband