Ekkert lát enn á hræsninni.

Nú eru 22 ár liðin síðan Íslendingar undirrituðu Ríó-sáttmálann og lofuðu að virða skuldbindingar hans um sjálfbæra þróun.  Mikið gumuðum við þá af þeirri forystu sem við gætum tekið á heimsvísu í nýtingu endurnýjanlegra og hreinna orkugjafa og höfum hreykt okkur af þessu stanslaust síðan.

Í framhaldi af Ríó-sáttmálanum kom síðan Kyotobókunin tæpum áratug síðar og þá vældum við út stórfellda undanþágu til þess að geta stóraukið útblástur gróðurhúsalofttegunda hér á meðan aðrar þjóðir minnkuðu sinn útblástur.

Nú undirritum við Parísarsamkomulag um minnkun útblásturs léttilega á sama tíma og við aukum útblásturinn ár eftir ár, höfum komið okkur upp mest mengandi bílaflotanum í okkar heimshluta og erum komin með svo margar og stórar umhverfisspillandi virkjanir að síhækkandi söngur okkar um að við séum í forystu í umhverfismálum varðandi sjálfbæra þróun og notkun hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa verður æ hræsnisfyllri og ósannari.

Í Noregi eru rafbílar 13% af bílasölunni en hér á landi er talan sennilega fyrir neðan 1%.

Og við erum æst í og búin að undirskrifa vinnsluleyfi á olíu til að gera okkur að olíuvinnsluþjóð svo að hægt sé að auka útblásturinn enn meir.  

 


mbl.is Íslendingar styðja Parísarsamkomulagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er náttúrulega barnaskapur að setja alla Íslendinga undir sama hatt og tala eins og við séum ein sál með eina skoðun og eina stefnu. Öll erum við einstaklingar og skoðanirnar fjölbreyttar. Þó einn vilji rafmagnsbíl og vindmillur er engin hræsni í því þó einhver annar vilji bora eftir olíu og aka um á bensínhák. Ekki tel ég mig bundinn af undirskriftum vinstri grænna eða yfirlýsingum Ólafs Ragnars og ekki ákveður Sigmundur Davíð matseðilinn hjá mér. En það að gera öllum upp sömu skoðanir og heimta svo að við þær sé staðið er gamalt bragð sem virkar ótrúlega vel á sauðsvartan, þess eru jafnvel dæmi að bragðarefirnir gleypi sjálfir tugguna sé hún flutt af nægri innlifun.

Hábeinn (IP-tala skráð) 3.11.2014 kl. 17:45

2 identicon

Það kom mér óvart að varla örlaði á mótmælum við fyrirhugaðri olíuvinnslu á Drekasvæðinu í hlaðborðsmótmælunum í dag. Þó er það vísindalega sannað að frekari aukning kolefnis í andrúmsloftinu stefnir tilveru okkar í voða innan ekki svo margra áratuga. En það er hins vegar enginn á hörgull á andstöðu við virkjanir sem alþjóðlega viðurkennd náttúruverndarsamtök hafa talað fyrir. Hræsni?

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 3.11.2014 kl. 18:56

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.4.2013:

"Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis gaf út skýrslu í mars síðastliðnum um mælingar á brennisteinsvetni í Kópavogi.

Í niðurstöðu heilbrigðisnefndarinnar segir að vaxandi styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu áhyggjuefni en langtíma áhrif lágs styrks brennisteinsvetnis á heilsufar hafa lítið verið rannsökuð.
"

Kópavogur lýsir yfir áhyggjum af loftgæðum

Þorsteinn Briem, 3.11.2014 kl. 20:27

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.1.2013:

"Morgunútvarpið hefur fjallað um brennisteinsvetni í andrúmsloftinu i vikunni, það er að segja mengun frá Hellisheiðarvirkjun sem berst yfir íbúðabyggð - til dæmis á höfuðborgarsvæðinu.

Mengunin getur valdið fólki óþægindum og til að mynda eru vísbendingar um að sala á astmalyfjum aukist í kjölfarið á mengunartoppum frá virkjuninni.

En brennisteinsvetni hefur áhrif á fleira og meðal annars er ýmiss konar tækjabúnaður viðkvæmur fyrir þessari mengun - til dæmis rekja tæknimenn í Útvarpshúsinu margvíslegar bilanir til mengunarinnar."

Brennisteinsvetni skemmir tæki

Þorsteinn Briem, 3.11.2014 kl. 20:31

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.1.2013:

"Ef geisla- og DVD-spilarar hætta skyndilega að virka og skruðningar heyrast í hljómflutningstækjum heimilisins má ef til vill rekja bilunina til brennisteinsmengunar.

Sama mengun veldur því að jólasilfrið hefur undanfarin ár verið ansi svart.

Brennisteinsmengun í andrúmslofti
hefur aukist á höfuðborgarsvæðinu frá því að jarðvarmavirkjanir voru teknar í gagnið á Hellisheiði árið 2006.

Brennisteinsvetni myndar nýtt efnasamband þegar það kemst í snertingu við silfur þannig að það fellur á málminn."

"Algengt er að það sé ástæðan þegar komið er með biluð raftæki í viðgerð, segir Arnar Sigurður Hallgrímsson, rafeindavirki hjá Sjónvarpsmiðstöðinni."

"Arnar Sigurður segir dæmi um að fólk komi með sömu tækin aftur og aftur vegna þessa vandamáls."

Brennisteinsvetni skemmir hljómflutningstæki

Þorsteinn Briem, 3.11.2014 kl. 20:32

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Orkuframleiðsla:

"Útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna orkuframleiðslu árið 2007 skiptist í útstreymi vegna jarðhitavirkjana (83%) og útstreymi vegna notkunar eldsneytis til rafmagns- og hitaframleiðslu (17%).

Heildarútstreymi frá orkuframleiðslu jókst
úr 123 þúsund tonnum árið 1990 í 182 þúsund tonn árið 2007, eða um 48%.

Aukning frá jarðhitavirkjunum vegur þar mest
en útstreymi frá jarðhitavirkjunum jókst úr 67 þúsund tonnum í 152 þúsund tonn á tímabilinu."

Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi, sjá bls. 30-36

Þorsteinn Briem, 3.11.2014 kl. 20:34

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Losun koltvísýrings frá jarðvarmavirkjunum hér á Íslandi árið 2009 var 185 þúsund tonn og brennisteinsvetnis árið 2008 31 þúsund tonn.

Jarðvarmavirkjanir, bls. 13

Þorsteinn Briem, 3.11.2014 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband