Af hverju eru dimmir morgnar svona langt fram í febrúar?

Í skammmdeginu á enginn að verða hissa þótt veður séu válynd á alla mögulega vegu, með öllum tilbrigðum fimbulkulda og mikilla hlýinda. 

En hvers vegna eru vetrarmorgnarnir dimmir svona lengi eftir jól, alveg langt fram í febrúar?

Ástæðan er einföld: Hádegið færist vegna gangs sólar og jarðar til um hálftíma á tímabilinu frá byrjun nóvember til byrjunar febrúar, þannig að það er hádegi klukkan 13:11 í nóvemberbyrjun, en hefur færst aftur til 13:42 í kringum 10. febrúar.

Það þýðir að klukkan er næstum tveimur stundum of sein á þessum árstíma á vesturhluta landsins og það munar um minna.

Staðreyndin er sú að vesturhluti Íslands þar sem meginhluti þjóðarinnar býr, er frá náttúrunnar hendi með skakka klukku upp á hálftíma miðað við það að 0 baugurinni liggi um London, og það að seinka klukkunni í klukkustund í viðbót, færir lífsklukkuna svokölluðu enn lengra frá klukkunni, sem farið er eftir, eða langleiðina að tveimur klukkustundum.     

 


mbl.is Skíðagöngumennirnir fundnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhvernvegin hefur fólk ákveðið það með sér að "lífsklukkan" miðist við það að eðlilegast sé að sól sé hæst á lofti fyrri hluta dags. En það var samt ekki fyrr en með borgarsamfélaginu sem fólk fór að vakna það seint að sól var ekki lengur í hæsta punkti um miðjan dag. Fyrir þann tíma, nokkur tugþúsund ár, var vaknað strax og birti og hádegi var um miðjan dag. Það þurfti enga vekjaraklukku, eðlið sagði hvenær ætti að vaka og sofa. Sé til einhver "lífsklukka" sem stjórnast af sólarganginum og eðlinu þá er klukkan réttari eins og hún er en ef hún væri færð á hinn nýja "borgartíma". Sé til einhver "lífsklukka" þá er ekkert eðlilegt við það að hafa sólina í hápunkti nokkrum klukkutímum fyrir miðjan dag. Og því mætti eins segja að klukkan væri of fljót og sól í hápunkti rétt fyrir kl 14 væri of snemma, kl 15 eða 16 væri nær hinu "eðlilega". Hvenær einstaklingarnir vilja hafa bjart kemur svo ekki neinni "lífsklukku" við. Að mæta í vinnu, skóla og að grilla er ekki það gamalt að það geti kallast hluti af eðlinu.

Jós.T. (IP-tala skráð) 10.2.2015 kl. 00:57

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Klukkan á Íslandi er of fljót miðað við hnattstðu og tímabeltið sem landið telst til, ekki of sein.

En hvernig tengist þessi umræða þvi að skíðamenn fundust eftir leit?

Erlingur Alfreð Jónsson, 10.2.2015 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband