Bættur öryggisbúnaður hefur bjargað tugum mannslífa.

Ekkert eitt atriði hefur átt stærri þátt í stórfækkun banaslysa í umferðinni hér á landi en stórbættur öryggisbúnaður bíla. Það sem af er þessari öld er hægt að fullyrða að öryggisbúnaðurinn hafi bjargað mörgum tugum mannslífa. Bílslys.

Með svonefndum EPA og NCAP mælingum og kröfum í Bandaríkjunum og Evrópu hafa bílaframleiðendur neyðst til taka alla hönnun bíla til endurskoðunar og styrkja og hanna bílana þannig að þeir þoli árekstra sem best. 

Þar ræður stærð bílanna ekki mestu eins og sést á því að fyrir nokkrum árum kom ameríski Ford pallbíllinn herfilega út úr árekstrarprófi en núna skarta sumir af minnstu bílunum fimm stjörnum í evrópska prófinu. 

Nú er jafnvel Toyota iQ með hæstu einkunn, en sá bíll er aðeins 2,99 metra langur, eða einum og hálfum metra styttri en bílar í millistærðarflokki. Enda er hann víst með eina níu líknarbelgi sem raðað er í kringum farþegana. 

En aldrei verður nógsamlega áréttað, að án notkunar bílbelta er gildi og getu þessa búnaðar og annarra öryggisatriða í byggingu bílsins stórlega skert, því að öllum þessum öryggisatriðum er komið fyrir með tilliti til þess að fólk noti bílbeltin. 


mbl.is Tveir fluttir á slysadeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt af aðildarríkjum Staðlasamtaka Evrópu (CEN).

"The National Members of CEN are the National Standards Organizations (NSOs) of the European Union countries plus three countries of the European Free Trade Association (EFTA) [Ísland, Noregur og Sviss]."

"CEN's 31 National Members work together to develop voluntary European Standards (ENs).

These standards have a unique status since they also are national standards in each of its 31 Member countries."

Þorsteinn Briem, 12.2.2015 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband