Fálkinn, - hraðskreiðasta dýrið og fyrirmynd Stukunnar.

Blettatígurinn er talinn vera hraðskreiðasta landdýr jarðar, nær 120 kílómetra hraða og getur haldið honum í hátt í mínútu. Fálki

En hann er silakeppur miðað við fálkann, sem talinn ná tæplega 500 kílómetra hraða þegar hann steypir sér í loftárás á bráð sína.

Og aðrir ránfuglar eins og smyrillinn eru líka flugfimir mjög þótt smyrillinn nái ekki hraða fálkans vegna þess að hann er minni fugl.  Göring, fálkar

Þetta vissi Hermann Göring, yfirmaður Luftwaffe, og sendi menn til Íslands árið 1937 til þess að ná í fálka handa sér.

Urðu þeir alls ellefu, sem fluttir voru héðan til Þýskalands. 

Sama ár kom snekkja Hitlers í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur og áhugi æðstu manna nasista, svo sem Heinrichs Himmlers, á Íslandi sem þeir litu á sem útvörð germanskrar menningar, var mikill.  

För sendimanna Görings var að sumu leyti óhugnanleg sendiför, því að fálkinn var fyrirmyndin af hryllilegasta árásarvopni þess tíma, sem var Junker Ju-87 "Stuka", steypiárásarflugvél með áður óþekkta getu og tækni. 

Henni var steypt niður nær lóðrétt á 600 kílómetra hraða úr mikilli hæð (80 gráðu horn við jörðu) í átt að bráð sinni á jörðu niðri.

Á Stukunni voru tveir öflugur sérsmíðaðir trompetlúðrar eða sírenur, sem ollu slíkum hávaða, að það ærði fólk á jörðu niðri af skelfingu. Útsmogið sálfræðilegt hryllingsvopn.Stuka steypir sér

Í 600 metra hæð var sprengjunum sleppt og vegna hinnar nær lóðréttu árásar á svona miklum hraða var nær ómögulegt að skjóta frá jörðu á Stukuna og hitta hana og sömuleiðis var hittnin með sprengjunum Stukunnar í hámarki vegna hinnar beinu stefnu á skotmarkið á svona miklum hraða.

Á 600 kílómetra hraða stóð árás Stúkunnar aðeins yfir í brot úr mínútu.

Um leið og sprengjunum hafði verið sleppt í 600 metra hæð, fór vélin inn í svo krappa dýfu að flugmaðurinn missti meðvitund í "black-out".Stuka.

En þá tók sjálfvirkur stýribúnaður við stjórn vélarinnar, sem kláraði dýfuna svo að hún fór sjálfstýrð í gegnum hana og breytti hröðu falli í hratt klifur, þar sem flugmaðurinn rankaði við sér og tók við stjórninni á hröðum flótta frá vettvangi.

Ég er að vinna að bók undir heitinu "Emmy, stríðið og jökullinn" þar sem því er lýst, hvernig hryllingur stríðsins og drápstóla þess hefði birst Íslendingum, ef Þjóðverjar hefðu tekið landið af Bretum 6. október 1940 og haldið því næstu tvö ár.    


mbl.is Barðist fyrir lífi sínu í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Augnablik og obb obb obb Ómar.
Mínar heimildir segja 300 mílur eða innan við 500 km. Stuka var ekki byggð til að dýfa sér hratt, heldur bratt án þess að fara í overspeed.
Breskir orrustuflugmenn fundu það fljótt út að ekki þýddi að elta hana í dýfu, því þeir flengdust fram úr henni. Betra var að fylgja henni rólega (slalom!) og góma hana svo þegar hún rétti úr dýfunni.
Fljótlega var því fleygt að það væri auðvelt að góma hana, og hugtakið "Stuka-party" varð til hjá breska flughernum.
Enda voru þær dregnar út úr orrustunni um Bretland eftir einungis 10 daga eða svo.
Það ku svo hafa verið snillingurinn Ernst Udet sem var arkitektinn að þessu, eftir að hafa séð "hell-divers"í Bandaríkjunum. (Ég er ekki að tala um hina misheppnuðu Curtiss Helldiver SBC).
Douglas smíðaði einnig ljómandi steypivél sem gerð var út af flugmóðurskipum. Enginn eftirbátur Stuka.
Bretar áttu einnig sína.
En engin þeirra var með flautur...

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.4.2015 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband