Róm brennur. "Plan B", hvenær og hve mikið ?

Það hefði átt að vera öllum ljóst fyrir 20 árum að þá þegar var ástand og útlit helstu ferðamannastaða okkar orðin þjóðarskömm. 

Eftir ferðalag um á þriðja tug þjóðgarða og verndaðra svæða 1998-99 kom ég heim í áfalli eftir að hafa séð hinn hrópandi mun á ástandinu hér og erlendis. 

Öll umfjöllun um þetta upp frá því hefur í raun ekki haft nein áhrif, því að ástandið er í hrópandi ósamræmi við allt orðagjálfrið sem engu hefur skilað. 

Að gistináttagjaldið skili 0,02 prósentum af gjaldeyristekjum þjóðarinnar til verndunar og uppbyggingu ferðamannastaða eða einum fimmhundraðasta hluta, er náttúrulega hneisa. 

Talað er nú um "Plan B" og umræðan tekin á nýtt plan í burt frá náttúrupassanum, fyrirbæri sem erlendis er í hugum gesta í þjóðgörðum tákn um að þeir séu "stoltir þátttakendur" ("proud partner") en ekki beittir "auðmýkingu" eins og hér er haft á orði.

Helstu náttúruverðmæti í Bandaríkjunum, landi frelsisins, er í almanna eigu. Hér er einkaeignaréttur á Dettifossi, Námaskarði, Leirhnjúki-Gjástykki, Geysi, Kerinu o.s.frv. "friðhelgur" samkvæmt stjórnarskrá og meira að segja svo friðhelgur, að enginn þorir að minnast á heimild í stjórnarskrá til þess að mestu verðmæti landsins séu í almanna eigu. 

Gisitnáttagjaldið er brandari, komugjöld þvælast fyrir mönnum og ekki tímir fjárveitingavaldið að láta neitt til málanna sem bitastætt er.

Það er spilað á fiðlu meðaan Róm brennur. Það er kaldhæðnislegt ef verkföll með tilsvarandi tjóni fyrir ferðaþjónustuna verður það eina sem getur linað á áníðslunni.  


mbl.is Uppgjöf kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Þessi íslensku fyrirtæki greiða alls kyns skatta til íslenska ríkisins og þeir tíu þúsund Íslendingar sem hjá þeim starfa greiða að sjálfsögðu einnig skatta til íslenska ríkisins, tekjuskatt og virðisaukaskatt, sem er með þeim hæstu í heiminum, af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.

Svo og útsvar til íslenskra sveitarfélaga.

Erlendir ferðamenn greiða í raun alla þessa skatta með útgjöldum sínum til íslenskra fyrirtækja, 238 milljörðum króna árið 2012.

Og ekki þarf nema örlítið brot af öllum þessum sköttum til íslenska ríkisins til að stækka hér bílastæði við ferðamannastaði, bæta þar salernisaðstöðu, leggja fleiri göngustíga og viðhalda þeim gömlu.

Þorsteinn Briem, 22.4.2015 kl. 13:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.1.2014:

"Vinna við landvörslu í sumar minnkar um helming frá því í fyrra vegna lægri fjárframlaga til Umhverfisstofnunar.

Landverðir starfa í íslenskum þjóðgörðum og á náttúruverndarsvæðum á sumrin.

Þeir taka á móti gestum, veita upplýsingar og fræðslu, gæta þess að ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga séu virt, hafa eftirlit með umferð og umgengni og sjá um framkvæmdir eins og að leggja göngustíga og halda tjaldsvæðum við."

Vinna við landvörslu minnkar um helming frá því í fyrra vegna minni fjárframlaga

Þorsteinn Briem, 22.4.2015 kl. 13:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 22.4.2015 kl. 13:04

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 22.4.2015 kl. 13:13

9 identicon

Tölfræðibæklingur Ferðamálastofu er gefinn út bæði á íslensku og ensku. Nefnist hann "Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum" (Tourism in Iceland in figures).

Tölfræðibæklingurinn er gefinn út á rafrænu formi sem PDF-skjal. Í bæklingnum eru teknar saman og settar fram í myndrænu formi ýmsar tölulegar staðreyndir um íslenska ferðaþjónustu, fjölda erlendra ferðamanna og ferðahegðun þeirra. Helstu heimildir eru kannanir Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna, talning ferðamanna í Leifsstöð og tölur frá Seðlabankanum og Hagstofunni. Meðal þess sem sjá má í bæklingnum er:

• Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu
• Ársverk í ferðaþjónustu
• Útflutningstekjur helstu atvinnugreina
• Tekjur af erlendum ferðamönnum
• Komur erlendra ferðamanna
• Ferðamenn eftir þjóðerni
• Árstíðabundnar breytingar komufarþega frá helstu markaðssvæðum
• Gistirými eftir landshlutum
• Nýting á gistirými
• Greining á ferðamönnum eftir kyni, aldri, starfi og tekjum
• Ákvörðunarferli vegna Íslandsferðar og ástæður ferðar
• Hvaðan ferðamennirnir fá upplýsingar um landið
• Hvaða staði/svæði fólk heimsækir
• Hvort Íslandsferðin hafi staðið undir væntingum

Nýjustu útgáfur:

Apríl 2014

Íslensk útgáfa: Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum 2013  - Vefútgáfa
Ensk útgáfa: Tourism in Iceland in Figures 2013 - Vefútgáfa

Apríl 2013:

Íslensk útgáfa:  Ferðaþjónusta í tölum 2012  - Vefútgáfa
Ensk útgáfa: Tourism in Iceland in Figures 2012 - Vefútgáfa

Apríl/maí 2012:

Íslensk útgáfa: Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum 2011 (1,3 MB) - Vefútgáfa
Ensk útgáfa: Tourism in Iceland in Figures 2011  (1,5 MB) - Vefútgáfa

Mars 2011:

Íslensk útgáfa: Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum 2010 (1 MB) - Vefútgáfa
Ensk útgáfa: Tourism in Iceland in Figures 2010 (1 MB) - Vefútgáfa

Febrúar 2010:

Íslensk útgáfa: Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum (2,3 MB)
Ensk útgáfa: Toursim in Iceland in figures (2,7 MB)

Október 2009:

Íslensk útgáfa: Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum (2,1 MB)
Ensk útgáfa: Toursim in Iceland in figures (2,7 MB)

 

Sig. Breik (IP-tala skráð) 22.4.2015 kl. 13:34

10 identicon

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða tók til starfa 8. ágúst 2011 en sjóðurinn er í vörslu Ferðamálastofu sem annast rekstur hans. Markmið og hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki, 2-3 sinnum á ári til uppbyggingar ferðamannastaða, í samræmi við markmið sjóðsins hér að ofan.

Sig. Breik (IP-tala skráð) 22.4.2015 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband