Þjóðarviljinn að engu hafður.

Í þjóðaratkvæðagreiðslu í október 2012 fékkst yfirgnæfandi stuðningur við nýja stjórnarskrá sem byggð yrði á frumvarpi stjórnlagaráðs og einnig var í sömu atkvæðagreiðslu yfirgnæfandi stuðningur við ákvæði í stjórnarskrá um þjóðareign á auðlindum.

Þessi þjóðarvilji um auðlindirnar hefur komið skýrt fram árum saman í skoðanakönnunum. 

Nú kemur æ betur í ljós á ýmsum sviðum af hverju ríkisstjórn og meirihluti Alþingis hafa skipulega komið í veg fyrir að þessi vilji nái fram að ganga.

Dæmi um það er hvernig til stendur afhenda makrílinn afmörkuðum hópi til frambúðar. 

Dapurlegast við þetta allt er sú staðreynd, að fyrir Alþingiskosningar 2009 tók Framsóknarflokkurinn afgerandi forystu um það að setja landinu nýja stjórnarskrá og gerði það meira að segja skilyrði fyrir því að verja minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vantrausti. 

Ekki var liðinn langur tími eftir kosningar þangað til Framsókn kúventi í þessu og nú er það Framsóknarráðherra sem stendur fyrir því að hygla sægreifum.

Nú eru það lítið fleiri landsmenn sem styðja ríkisstjórnina en styðja flokk Pírata einan. 

En það er eins og að það efli bara stjórnarflokkana í ásetningi sínum um að fara sínu fram á hverju sem gengur.  

 

 


mbl.is Undirskriftarsöfnun vegna makríls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ómar.

Það eru lög í gildi, á að brjóta þau til að vilji "einhverra út í bæ" nái fram að ganga?

Sindri Karl Sigurðsson, 1.5.2015 kl. 14:39

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það umhugsunarverðasta er, að framsóknarflokknum tíkst að plata 1/4 hluta kjósenda til að kjósa sig fyrir örstuttu síðan.  Hvað voru kjósendur að hugsa?  Sennilega ekki neitt.  

En með makrílinn per se, að þá eru framsóknarmenn og sjallar sennilega búnir að klúðra því.  

Jú jú, LÍÚ g stórútgerðargreifar bera sína ábyrgð með ofveiðinni og fruntaskapnum, - en framsóknarmenn klúðruðu samningum við vina- og frændþjóðir okkar.

Og hvað ætla menn að gera ef makríllinn gengur ekki hinga upp?

Það hefur kólnað mikið í sjónum suður- og austur af.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.5.2015 kl. 15:54

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Yfirgnæfandi meirihluti??? 

Það var mikill minnihluti þjóðarinnar sem studdi þetta. Það sýndi kosningaþátttakan. Fólk lýsti andúð sinni með því að sitja heima, bæði vegna vinnubragða Jóhönnustjórnarinnar vegna ólöglegra kosninga og einnig vegna málsins í heild.

"Þjóðin" hafði engan sérstakan áhuga á málinu, eins og það var lagt upp af vinstrimönnum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.5.2015 kl. 15:58

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég ætla ekki að fara út í skoðanakönnun Jóhönnu um árið. Ég vil aftur á móti fá svar frá Ómari varðandi lið númer 1.

Fólk sem hendir inn einhverju órökstuddum dylgjum, verður einfaldlega að standa við það sem það segir og útskýra af hverju það hefur rétt fyrir sér.

Sindri Karl Sigurðsson, 1.5.2015 kl. 16:48

5 identicon

Kosningarþátttakan 20. október 2012 var óvenju há, mun hærri en menn höfðu reiknað með eða 49%. Hér í Sviss næst slík þátttaka sjaldan í "Volksabstimmungen", hvorki í þjóðaratkvæðagreiðslum (referendum und initiative) né innan Kantona eða sveiterfélaga. Þessi útkoma hefur einnig fengið óbeina staðfestingi í skoðanakönnunum. 

Hér í Sviss dytti engum til hugar að rengja útkomu kosninga með því að skírskota til þeirra sem kusu ekki, nenntu því ekki eða voru áhugalausir. Slík argumentasjón þykir hreint og beint kjánleg. Heyrist því ekki.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.5.2015 kl. 17:01

6 identicon

Það er hægt að tala um sigur í þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki þjóðarvilja þegar meirihluti þjóðarinnar er annaðhvort á móti eða/og mætir ekki á kjörstað. Þjóðarviljinn endurspeglast í aðgerðum og áhuga þjóðarinnar en ekki bara þess hluta sem mætir á kjörstað. Segja má að í október 2012 hafi unnist sigur í þjóðaratkvæðagreiðslu án þátttöku þjóðarinnar.

Hábeinn (IP-tala skráð) 1.5.2015 kl. 19:24

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Haukur, ... meiri þáttaka en reiknað var með?

Það er rangt, áhugaleysið kom vinstrimönnum á óvart. Í Sviss er kosið um nánast alla hluti, stóra sem smáa og eðlilegt að ekki sé mikil þátttaka. Á Íslandi hefur lengi verið mikil kosningaþátttaka, eins sú mesta í heimi... þar til í kosningunni um stjórnarskránna. Slíkt mál er víðast hvar stórmál en var greinilega smámál hér. Hvernig ætli standi á því?

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.5.2015 kl. 05:15

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Kostningaþátttaka er að minnka, svona almennt séð. Og verði það að veruleyka, að ýmis mál komi til með að fara í þjóðaratkvæði, þá verður sama uppi á teningnum og í Sviss, eðlilega. En að nota það sem rök, í stjórnarskrá málinu, þar sem þung undiralda á móti var frá sérhagsmunaöflunum, og þeirra flokkum á Alþingi, XD og XB, er fáránlegt svo ekki sé meira sagt.  

Jónas Ómar Snorrason, 2.5.2015 kl. 07:17

9 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Jónas, kaust þú í þessum kosningum?

Sindri Karl Sigurðsson, 2.5.2015 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband