"Ragnarök" fyrir Hvassahraunsflugvelli.

Ein helstu rök Rögnunefndarinnar fyrir Hvassahraunsflugvelli eru þau að hvort eð er muni þurfa uppbyggingu upp á meira en hundrað milljarða á Keflavíkurflugvelli næstu 25 ár. 

En sú uppbygging mun alls ekki felast í því að leggja nýjar flugbrautir heldur fyrst og fremst í gerð annnara flugvallarmannvirkja. 

Augljóst er að það mun verða miklu dýrara að gera annan flugvöll á nánast sama svæði og að uppbygging við Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkurflugvöll verður mun auðveldari og jafnari hvað snerti dreifingu framkvæmdafjár á þessi 25 ár snertir ef núverandi Reykjavíkurflugvöllur verður látinn vera á sama stað og hann er.

Ef rjúka á í að gera nýjan flugvöll þarf að reiða fram margra tug milljarða strax því að dragist framkvæmdir er setið uppi með ónotaðan flugvöll á meðan á því stendur.

Er einhver ríkisstjórn sem vill auka skuldir ríkissjóðs um marga tugi milljarða meðan á þessu stendur eða taka þessa peninga frá brýnum viðfangsefnum?  

Þess utan er fráleitt að ana út í gerð flugvallar í Hvassahrauni án þess að gera lágmarks mælingar á flugskilyrðum í aðflugi og fráflug flugbrautanna. 

Með nútíma tækni, sem birtist í gerð mælitækja í svonefndum svörtum kössum flugvéla, er margfalt auðveldara að gera þessar mælingar í raunverulegu flugi um flugferla í loftrýminu við völlinn en fyrir rúmri hálfri öld. 


mbl.is Slær Hvassahraun út af borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Grétar er fróðastur allra núlifandi Íslendinga um þennan málaflokk (að Ómari ólöstuðum! :) ) og vert að leggja við hlustir þegar hann talar.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 3.7.2015 kl. 13:02

2 identicon

Sjálfumm finnst mér augljóst að sé Hvassahraunsflugvöllur tæknilega framkvæmanlegur að um sé að ræða málamiðlun þar sem ALLIR GRÆÐA. Ég nefni aðeins 5 atriði:

1. Vatnsmýrin nýtist til uppbyggingar í höfuðborginni, með tilheyrandi minni ferðakostnaðði fyrir tugi þúsunda manna á hverjum vinnudegi.

2. Flugvöllur fyrir innanlandsflug er í ásættanlegri fjarlægð frá helstu þjónustustöðum í höfuðborginni, þ.m.t. vegna sjúkraflugs.

3. Hægt er að tengja saman innanlandsflug og millilandaflug. 

4. Vegna tengingar innanlandsflugs og millilandaflugs þarf því ekki lengur að niðurgreiða starfsemina, eins og nú er gert í Vatnsmýrinni (meðal annars með því að endurnýja ekki byggingar).

5. Millilandaflug um Hvassahraunsvöll tekur af kúf af slíku flugi til Keflavíkur og eykur notagildi þess flugvallar til frambúðar.

Auðvitað þarf áður en lengra er haldið að skoða samvirkni og samrekstur milli Keflavíkur og Hvassahrauns. Rögnunefndin lagði líka á það áherslu að tæknilegar útfærslur þyrfti að skoða í kjölinn og lagði til frið um flugvallarmálið á meðan, að flugvöllurinn í Vatnsmýri yrði "friðaður". Mér finnst leitt að nafni minn hafi gefið sér niðurstöðurnar fyrirfram og vilji ekki taka þennan frið.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 3.7.2015 kl. 13:48

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann skyldi þó ekki hafa meira vit á þessu en þú Ómar?  enda koma fram strax skrýtin rök um að með uppbyggingu í Vatnsmýrinni.  Það yrði meira umverðaröngþveitið sem skapaðist þar nóg er nú öngþveitið fyrir.  Og það er bara bull að Reykjavík þurfi á öllum þessum hýbýlum að halda þegar þeir hafa skúbbað fluginu burt. Því þá fer umferðin til KEflavíkur, því það er þaðan sem verður flogið en ekki frá Hvassahrauni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2015 kl. 15:10

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"enda koma fram strax skrýtin rök um að með uppbyggingu í Vatnsmýrinni.  Það yrði meira umverðaröngþveitið sem skapaðist þar nóg er nú öngþveitið fyrir."

Þveröfugt, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 15:33

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, stærsta vinnustað landsins, starfa um 4.700 manns og mikilvægt að sem flestir þeirra búi nálægt sjúkrahúsinu, meðal annars til að minnka bensínkaup, slit á götum og bílum.

Nú býr um helmingur
þessara 4.700 starfsmanna í minna en fjórtán mínútna hjólafjarlægð frá sjúkrahúsinu.

Og ákveðið hefur verið að Landspítali-háskólasjúkrahús verði áfram við Hringbraut.

Ætlunin er að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu og mjög stórir vinnustaðir eru skammt frá því svæði, til að mynda Landspítalinn, Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands, og líklegt að margir sem þar starfa kaupi íbúðir á Hlíðarendasvæðinu, í stað þess að búa langt frá þessum vinnustöðum.

Það sparar þeim mikil bensínkaup, löng ferðalög á milli heimilis og vinnustaðar, miklar og margar umferðartafir og jafnvel kaup á bíl, þar sem einn bíll getur nægt á heimili í stað tveggja.

Þar af leiðandi getur verið hagstæðara að búa nálægt vinnustað, enda þótt íbúðir séu dýrari þar en langt frá vinnustaðnum.

Þorsteinn Briem, 3.7.2015 kl. 15:38

6 identicon

Þegar olían fer að minnka þá verður ekki flogið þangað sem hægt er að aka og innanlandsflug leggst af. Eyjaflug og sjúkraflug má að skaðlausu flytja til Keflavíkur.

Hábeinn (IP-tala skráð) 3.7.2015 kl. 18:41

7 identicon

Tíu ára moratorium væri skynsamlegt hvað varðar þetta endalausa Vatnsmýrar-flugvallar kjaftæði.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.7.2015 kl. 19:25

8 identicon

Merkilegt er, að þegar kemur að stjórn lands og þjóðar,

þá þarf engva menntun, reynslu hvað þá hæfileika.

Á meðan engvar kröfur eru gerðar til þeirra sem eiga að

vera í forystu, hvort sem er í borg eða stjórn(ríkis),

er nema von að allt fari fjandans til.

Flugvöllurinn í Reykjavík, væri aldrei það þrætukjafæði

í dag, nema einmitt vegna þessarar vöntunar sem þetta

fólk þarf að hafa.

Þetta á við alla pólitík á Íslandi í dag.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 3.7.2015 kl. 22:50

9 identicon

Hvað er lengi að keyra á bíl frá Hvassahrauni til Keflavíkur á 80 km hraða?

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 3.7.2015 kl. 23:09

10 identicon

Merkilegt að Ómar vill fá innanlandsflugið til Keflavíkur heldur en í Hvassahraun. Líklega er það þó rétt hjá honum.

Arnar H. (IP-tala skráð) 4.7.2015 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband