Holur hljómur í mannréttindatalinu.

Enda þótt Bandaríkjamenn hafi talið sig í fararbroddi frjálsra þjóða sem setji mannréttindamál efst á lista, hefur löngum verið holur hljómur í mannréttindatalinu. 

Saga Bandaríkjanna er vörðuð dæmum um að hrein valda- og fjárhagsleg pólitík hafi vegið þyngra en frelsis- og mannréttindatalið. 

Bandaríkjamenn hafa iðulega stutt spillta einræðisherra og valdaklíkur og látið mannréttindamál ekki trufla fjárhagslega og pólitíska hagsmuni sína. 

Þess vegna þarf ekkert að koma á óvart varðandi nýjasta dæmið, Malasíu.

Ætli mannréttindabrot séu nokkuð meiri þar en í Saudi-Arabíu?  


mbl.is Mannréttindum fórnað fyrir samning?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Malasía er hvorki betri né verri en flest ríki íslam.
Ef Bandaríkin ætla raunverulega að láta mannréttindi stjórna fríverslun og utanríkisverslun, þá væri nærtækast að setja múslimaríki almennt í flokk með óalandi og óferjandi.
Hinsvegar er ég nokkuð viss um að vinstrimenn myndu finna í því "rasisma", og röfla um "tilraunir Bandaríkjamanna til að komast yfir olíu", þó svo um sé að ræða eðlileg vinnubrögð gegn ógeðfelldri hugmyndafræði kúgunar.
Við vitum hvað vinstrimenn sögðu um viðskiptabönn á Gaddafi og Saddam.

Bandaríkin geta aldrei sigrað hjörtu vinstrimanna, og koma aldrei til með að uppfylla kröfur þeirra um hegðun. Við vitum það frá tímum taumlausrar aðdáunar vinstrimanna á Sovétríkjunum og öðrum kommúnistaríkjum, sem voru hvað verstu mannréttindaböðlar sögunnar.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.7.2015 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband