Tákn olíualdarinnar.

Þegar fundnar hafa verið leifar frá Þjóðveldisöld á Íslandi hefur sumt vakið undrun vegna þess hvernig þær hafa lýst mikilli velsæld, ríkidæmi og veldi þeirra kynslóða sem þá byggðu landið. 

Stórkostlegir landamerkjagarðar á þingeyskum heiðum og stórir skálar höfuðbóla hafa sýnt, hvernig þessar kynslóðir nýttu sér landgæði út í ystu æsar án þess að huga að afleiðingum rányrkju á skógum og skógarkjarri. 

Um það vitna til dæmis kolagrafir sem hafa fundist á örfoka landi við Kjalveg og heimildir um skógarnytjar þar sem gróður er fyrir löngu horfinn. 

Hluti af skýringu á hinum stóru framkvæmdum þjóðveldisins er þrælahaldið fyrstu aldirnar en einnig hlýrra loftslag en síðar varð.

Virða verður þessum kynslóðum til vorkunnar að hluta, að þær vissu ekki í fyrstu að jarðvegurinn undir skógi og kjarri á Íslandi var og er ekki þétt mold ofan á klöpp og möl eins og í Noregi, heldur öskublandinn, laus og rokgjarn. 

Þar að auki fór loftslag kólnandi. 

Nú stendur til að reisa verslunarmiðstöð í Garðabæ, einum af útbæjum Reykjavíkur og táknum olíualdarinnar, því að dreifð úthverfi og nágrannabæir borga um víða veröld  eru skilgetið afkvæmi þeirra samgangna, sem gnægð ódýrs jarðefnaeldsneytis hefur skapað, hins "ameríska lífstíls." 

Við þessa einu verslun eiga að standa sextán olíu- og bensíndælur. 

Einhvern tíma seinna á þessari öld eða snemma á hinni næstu má reikna með að einhver forsætisráðherra þess tíma muni gangast fyrir friðun þessa mannvirkis með sextán eldnseytisdælur við eina verslun sem tákns um olíuöldina, mesta góðæris-, gróðæris og rányrkjutímabils í sögu mannkynsins.  


mbl.is 16 bensíndælur við Costco
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

"Tólf þingmenn úr öllum þingflokkum, nema Framsókn, hafa lagt fram tillögu um að skipaður verði starfshópur sem kanni leiðir til að efla og styrkja umhverfi hjólreiða.

Í tillögunni segir
áhersla hafi verið lögð á einkabílinn við byggingu samgöngumannvirkja hér á landi.

Bíllinn hafi haft algjöran forgang í borgarskipulagi."

Vilja efla og styrkja umhverfi hjólreiða

Þorsteinn Briem, 24.9.2015 kl. 15:43

2 Smámynd: Már Elíson

"...sem tákns um olíuöldina, mesta góðæris-, gróðæris og rányrkjutímabils í sögu mannkynsins...."  ....er setning ársins...og endurspeglar í raun tugir ára aftur fyrir okkur.  

Már Elíson, 24.9.2015 kl. 16:39

3 Smámynd: Sævar Helgason

Hvað mörgum tug þúsundum lítrum af olíu og benzini ætli meðalmaðurinn á Íslandi sé búinn að brenna upp í andrúmsloftið um ævina- kominn svona um áttrætt ?
Fólk fer ekkert í dag án olíu eða benzinbrennslu - ekki einu sinni út í búð.

Sævar Helgason, 25.9.2015 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband