Mótsagnir í kjaramálum.

Það úir og grúir af mótsögnum í kjaramálunum. Almenna verkalýðshreyfingin leggur áherslu á að rétta hlut þeirra lægst launuðu og jafna kjörin, en ef fram nást kaupmáttaraukning og hagvöxtur, jafnvel þensla, eru lágmarkslaunin einungis það sem felst í orðinu, "lágmarks"laun, og launaskrið getur valdið því að eftir sem áður hækki launin svo mikið hjá svo mörgum að jöfnun launa hefur mistekist að miklu leyti.

Ef síðan verkalýðshreyfingin ætlar að keyra mjög hart áfram aðgerðir "til að jafna okkar hlut" eins og að er orðað, verður afleiðingin einungis verðbólga sem veldur því að kaupmátturinn eykst sáralítið og allt er komið á fulla ferð.

Þá munu opinberir starfsmenn, sem ekki njóta launaskriðs, krefjast þess að farið verði "að beita dálítið grimmum aðgerðum til þess að jafna okkar hlut", eins og þeir gætu orðað það.


mbl.is Ný, óvænt og alvarleg staða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er þettað ekki sjálfstæðisstfnan í hnotskurn hver er sjálvum sér næstur sjálfstæðismenn hjlóta vera stoltir af verkalýðsheifínguni núna

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 15.10.2015 kl. 09:47

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gjaldmiðill Lettlands var bundinn gengi evrunnar og landið fékk aðild að evrusvæðinu árið 2014.

4.3.2013:

"Seðlabankastjóri Lettlands sagði Letta nú uppfylla Maastricht-skilyrðin um verðstöðugleika, vaxtamun, stöðugleika í gengismálum, afkomu hins opinbera og skuldir þess."

Þorsteinn Briem, 15.10.2015 kl. 14:45

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn þriðjudag:

"Krónan gerir það að verkum að við þurfum að hugsa í höftum, verðtryggingu og einhverjum vúdú-seðlabankavöxtum sem að hafa áhrif sem við þekkjum ekki fyrirfram."

Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata í ræðu á Alþingi í dag.

Í ræðunni sagðist Helgi Hrafn ávallt komast að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé í grundvallaratriðum gallaður gjaldmiðill.

Krónan búi ekki bara til óstöðugleika, heldur knýi hún fram "skítmix" á borð við verðtryggingu."

"Það er sama hvað okkur finnst um Evrópusambandið, við verðum að takast á við vandamálið sem er íslenska krónan."

Formaður Pírata kemst ávallt að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé gallaður gjaldmiðill

Þorsteinn Briem, 23.10.2015 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband