Slæmar fréttir - og góðar fréttir.

Að undanförnu hef ég kynnst þroskandi fyrirbæri sem felst í því að skoða betur máltækið "fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott."

Það getur til dæmis komið sér ágætlega þegar maður lendir í einhverju slæmu að hafa áður lent í svipuðu.

Sem sagt: Slæmar fréttir - góðar fréttir.

Þegar ég steyptist fram af leiksviði ofan í sal og axlarbrotnaði fyrir sex vikum austur á Sólheimum í Grímsnesi á árlegri skemmtun, voru það slæmar fréttir.

Góðu fréttirnar voru hins vegar þær að aldrei í þau 50 ár sem ég hafði skemmt þarna hafði neitt atriði vakið aðra eins hrifningu.

Þegar ég kom upp til baka upp á svið hvíslaði ég að skemmtanastjóranum Magneu Tómasdóttu, að ég væri axlarbrotinn og þyrfti að fara til Reykjavikur eftir að ég hefði klárað mitt atriði.

Slæmar fréttir.

"Hvernig veistu það?", spurði hún.

"Ég hef brotnað nokkrum sinnum áður" svaraði ég.

Góðar fréttir, reynslubolti eftir 60 ára brotaferil.

Franundan voru kvalafullar vikur og vesen.

Slæmar fréttir.

Líka góðar fréttir í því?  

Já, því að þær hafa fært mér næstum heilan skemmtiþátt í lausu og bundnu máli um broslegu hliðarnar á þessum og öðrum hrakföllum í gegnum tíðina.


mbl.is Misstig í hálku reyndist slæmt fótbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætíð kallinn Ómar minn,
er á köldum klaka,
mölvaður og margbrotinn,
má þó saman raka.

Þorsteinn Briem, 14.1.2016 kl. 01:16

2 identicon

Gangi þér vel og góðan bata.

Þorsteinn Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 14.1.2016 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband