Dagur orðinn þýskur og Þjóðverjarnir Íslendingar.

Það hefur löngum verið keppikefli Þjóðverja að gera hlutina eins vel og unnt er og vera yfirvegaðir.

Vansvefta Dagur Sigurðsson eftir fagnaðarlæti næturinnar klikkaði ekki í morgunviðtalinu á ZDF og kláraði það með þeirri einbeitingu og rósemi hugans sem hann hefur tileinkað sér og hefur hrifið alla sem vitni hafa orðið að því.

Í grein i einu þýsku blaðanna er sagt að Dagur hafi afrekað það að gera hina ungu þýsku landsliðsmenn að Íslendingum.

Er þá átt við það, að Íslendingar eru þekktir fyrir einstakan baráttuvilja, leikgleði, stemningu og samheldni.

Það fer ekki fram hjá Þjóðverjum hve íslenskir handboltaþjálfarar hafa náð langt á alþjóðlegum vettvangi, Alfreð Gíslason, Dagur Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson, Aron Kristjánsson og fleiri, þótt stríðsgæfan hafi ekki alltaf fallið þeim öllim í skaut á mótum, þar sem mikið jafnræði er með liðum og munurinn stundum örlítill á milli sigurs og ósigurs.

Um þessar mundir standa þeir Dagur og Alfreð með pálmann í höndunum, en Dagur sendir skilaboð til sín sjálfs og annarra með því að enda stefnuyfirlýsingu sína með orðinu auðmýkt.  

Er ekki lítils virði fyrir okkar smáu þjóð að eiga slíkan fulltrúa á erlendri grundu.

Ef þýsku sjónvarpsmennirnir hefðu þett vel til íslenskrar dægurtónlistar hefðu þeir getað kvatt Dag með því að spila lagið "Megi Dagur hver fegurð þér færa."


mbl.is Þetta var ekki bara draumur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ótrúlegur árangur sem hann náði með þetta lið og þarf varla að segja frá öllum meiðslunum.  Var má segja varaliðið.  

En þarna kom m.a. í ljós hve breiddin er mikilvæg.  

Að öðru leiti með úrslitaleikinn, og á það hefur enginn minnst á ennþá, hve gríðarlega harðir þjóðverjar voru í vörninni, sérstaklega í byrjun leiksins.

Fólk getur bara skoðað byrjunina á RUv ef það trúir mér ekki.

Spánverjar eru mjög líkamlega sterkir og hafa vel sýnt að þeir eru sterkir maður á mann og miklir gegnumbrotsmenn.

Þjóðverjar barasta buffuðu þá, eins og sagt er.

Gáfu engan afslátt í byrjun og það var eins og uppleggið væri að það væri allt í lagi þá 1-2 fykju útaf.

Þjóðverjar kláruu bara leikinn á fyrsta korterinu og spánverjar líkt og brotnuðu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2016 kl. 09:59

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér fannst sérstaklega flott og einfalt hvernig Dagur tók leikhlé tæpri hálfri mínútu fyrir leikslok í leiknum við Dani, lagði upp áætlun, sem tæki styttri tíma en þessar sekúndur og skilaði öruggu marki, og þetta gekk upp eins og smurð vél!

Ómar Ragnarsson, 1.2.2016 kl. 10:30

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já.  Sammála.  Hann er sniðugur.   Mikill þjálfari. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2016 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband