Stórmerk ljúflingskona.

Ég átti þess kost að ferðast með Ragnhildi Helgadóttur út á land í fyrsta skiptið sem ég fór út fyrir suðvesturhornið til að skemmta og þetta voru nokkurra daga ferðalög í bíl.

Þá var hún kornung, glæsilegur fulltrúi kvenna á Alþingi og bar með sér góðan þokka sem hreif alla sem sáu hana og heyrðu á héraðsmótunum.

Í svona ferðum myndast vináttubönd sem ekki bresta og það var ætíð gott að hitta þessa ljúflingskonu og rifja upp skemmtilegar sögur frá héraðsmótaferðunum.

Helga konan mín og móðir mín kynntust Ragnhildi í gegnum stjórnmálastörf kvenna í Sjálfstæðisflokknum og öll voru þau kynni á eina lund.

Stórmerk brautryðjendakona er gengin með Ragnhildi eins sjá má á yfirliti yfir æviferil hennar.

Ég sendi aðstandendum og ástvinum hennar samúðarkveðjur.


mbl.is Þingmenn minntust Ragnhildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband