Reikna þarf dæmið í heild.

Lækkað verð á olíu á heimsmarkaði hefur reynst grundvöllur þess að hægt hefur verið að hamla eitthvað gegn verðbólgu hér á landi. 

Minni eldneytiskostnaður hefur líka hjálpað til við að hækka gengi krónunnar, en það á líka að geta skilað kjarabótum til almenning

Varla er þó hægt að ætlast til að seld vara eða þjónusta fylgi eldsneytislækkun algerlega eftir, því að launakostnaður hefur hækkað með hærri launum.

Mikilvægt er að fylgja því vel eftir að sparnaður vegna eldsneytiskaupa skili sér til neytenda, en ekki er síður mikilvægt að reikna út heildardæmið og taka alla kostnaðarliði seljenda með í reikninginn.

Síðan er umhugsunarvert, að atriði eins og breyting á kjarnorkuáætlun Írana skuli hafa jafn afgerandi áhrif á efnahag og stjórnmál hér við ysta haf og raun ber vitni.

Svo virðist sem lágt olíuverð muni haldast áfram næstu misserin þegar olían frá Íran bætist við oliuframleiðslu á heimsvísu og það geta haft áhrif á næstu Alþingiskosningar ef kjarasamningar halda.

Þess ber þó að gæta að sama lága eldsneytisverðið áfram þýðir að áhrif sífelldrar lækkunar hverfa og þá virðist vöxtur ferðaþjónustunnar verða það eina sem geti viðhaldið auknum kaupmætti hér á landi.


mbl.is Lágt olíuverð skilar sér ekki í verð farmiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hallo Ómar, tak kaerliga fyrir vinnu pina.

I watched your program on Swedish Television and was captivated by your interview with Gisli Gislason in Uppsalir. What a fascinating character he was!

I liked the scene where he played the organ for you, but I can't really make out what song or hymn he was playing. Do you know what music he was playing, or perhaps where I can go to find out?

Regards, 

Ingrid Ekström, Sweden.

Ingrid (IP-tala skráð) 3.2.2016 kl. 14:14

2 identicon

"Lækkað verð á olíu á heimsmarkaði..."?

Erum við ekki að tala um verðhrun ÓR?

Hræódýrt jarðefnaeldsneyti flæðir um heimsbyggðina og sér ekkert lát á.

Hvar eru Rómarsamtökin sem spáðu því fyrir 50 árum síðan að mannkynið kæmi til með að tæma jarðefnaeldsneyti jarðar fyrir aldamótin 2000?

Raddir glópahlýnunarsinna þagna ...

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.2.2016 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband