Vekur óhugnanlega minningu.

Fall kranabómu er sérstaklega hættulegt óhapp, því að þeir sem standa fyrir neðan þegar bóman fellur, hafa ekkert ráðrúm til að bregðast við, eru yfirleitt ekki að horfa upp fyrir sig á því augnabliki.  

Þetta þekki ég af eigin raun frá unglingsárum mínum þegar við Andrés Indriðason vorum við vinnu í húsgrunni við Bolholt þar sem rísa átti hús, sem í fyrstu hýsti eitt af hjólbarðaverkstæðum borgarinnar.

Frétt af byggingarkrana, sem féll í New York, vekur óhugnanlega minningu.

Sprengt var í grunninum við Bolholtið og við bárum grjótið eftir sprengingarnar upp í síló, ýmist einir eða tveir saman þegar steinarnir voru stórir.

Vorum að paufast við þetta undir krana sem notaður var við verkið.

Sem við bogruðum yfir steini við sílóið og réttum okkur upp eftir að hafa komið steininum fyrir, heyrðum við lágan smell, og á sama augnabliki féll bóma kranans niður alveg við hlið okkar.

Vír hafði slitnað og bóman féll svo skammt frá okkur að skuggalega litlu munaði að hún félli á okkur.

Værum við varla báðir, jafnvel hvorugur, til frásagnar um þetta ef þannig hefði farið.

Af því að við horfðum ekki upp fyrir okkur þegar bóman féll, var viðbragðstíminn enginn hjá okkur, - bóman var komin niður áður en ráðrúm gafst til að líta upp.

Úff!

 

 

 

 

 


mbl.is Krani féll til jarðar í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband