Sprengjubelti ! "Eru margir Arabar á Íslandi?"

Þegar rússnesk farþegaþota sprakk á flugi yfir Sínaískaga í fyrra varð talsverð umræða um slakt eftirlit Egypta með farþegum og farangri.

Þeir báru það allt af sér, en nú er svo að sjá að farþegi hafi komist um borð í flugvél Egypt Air með heilt sprengjubelti um sig miðjan og nýtt sér það til að setja allt á annan endann um borð.

Mörgum finnst ströng öryggisleit í flugstöðvum óþægileg, en mér finnst gott til þess að vita að hún sé ítarleg svo að hægt sé að treysta því að flugöryggi sé eins mikið og framast er unnt.

Þótt ég sé kominn á eftirlaun hefur það ekki breytt því að ég tel mig sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðar- og fréttamann og tók til dæmis myndir fyrir myndbandið "Let it be done!" í Þýskalandi og Austurríki í nóvember sl.

Ég hef því jafnan í bakpoka mínum allra nauðsynlegasta myndatökubúnað þótt ýmsum finnist það kannski broslegt.

Á ferð til Brussel fyrir páska kom það sér hins vegar vel að geta hlaupið undir bagga fyrirvaralaust við að sinna fréttaflutningi þaðan.

Þetta innhald bakpokans kostaði hins vegar afar nákvæma leit á leiðinni heim á Shipholflugvelli þar sem ég sjálfur og hver einasti hlutur í fórum mínum voru þaulkönnuð.

Í Brusselferðinni reyndi ég að ræða við sem flesta á förnum vegi og það var lærdómsrík, bæði vegna þess hve almennt viðmælendurnir voru ákveðnir í að láta hryðjuverkamenn ekki eyðileggja frið, frelsi og mannréttindi vestræns samfélags en líka hvernig ný hugsun og ummæli virtust hafa síast ómeðvitað inn í huga margra.

"Eru margir Arabar hjá ykkur á Íslandi?" spurðu sumir þegar þeir heyrðu nafn mitt.

Svona spurningu hef ég aldrei heyrt áður á ferðum mínum.  

Ég svaraði neitandi en varð að játa, að líklega er hvergi utan Arabaheimsins að finna hlutfallslega fleiri með þessu nafni en á Íslandi eins og þjóðskráin og símaskráin bera með sér.

Ég minnti hins vegar viðmælendur mína á það að bandaríski hershöfðinginn Omar Bradley hefði verið virtur og þekktur á stríðsárunum og sömuleiðis hefðu þeir Omar Khayyám og Omar Sharif verið vel heimsþekktir.

Og á Shipholflugvelli flaug mér í huga hvort þetta nafn mitt í vegabréfinu virkaði hvetjandi fyrir öryggisverði á flugvöllum til þess að leita jafn ítarlega á mér og oft er gert.

Meðvitaðir eða ómeðvitaðir fordómar? Hver veit? 

Millinafn Bandaríkjaforseta, Hussein, hefur nefnilega ekki hljómað ýkja traustvekjandi í eyrum sumra og hann jafnvel grunaður um græsku eins og sjá má þegar farið er inn á vefinn.

 


mbl.is Tók mynd með flugræningjanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Borða svertingjar pönnukökur?" spurði tengdamóðir mín fyrrverandi á Húsavík þegar hún átti þar von á heimsókn svartrar söngkonu.

Þorsteinn Briem, 30.3.2016 kl. 11:46

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

frétt ársins

Þorsteinn Briem, 30.3.2016 kl. 11:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Arabíska nafnið Ómar var fyrst tekið upp hér á Íslandi fyrir meira en öld, árið 1913.

Þorsteinn Briem, 30.3.2016 kl. 12:07

4 Smámynd: Sigurður Rósant

Þarna stendur einmitt hnífurinn í kúnni - "...hve almennt viðmælendurnir voru ákveðnir í að láta hryðjuverkamenn ekki eyðileggja frið, frelsi og mannréttindi vestræns samfélags..."

Það virðist sama hve hryllileg og mörg hryðjuverk, ærumorð eða hve mikill hatursáróður er stundaður í samfélögum múslima. Aldrei ætlum við vestrænir að sjá hve slæmt það er að leyfa múslimum að iðka sinn áróður í hugarfylgsni barna og unglinga, bæði í Kóranskólum og sérskólum múslima í allri Evrópu og í hinum vestræna heimi.

Við bendum sífellt á hugtökin trúfrelsi, mannréttindi, jafnræði o.s.frv. þegar stungið er upp á lokun moska, eftirlit með ákveðnum samfélagshópum eða sviptingu styrkja til handa "menningarmiðstöðum" múslima í öllum hinum vestræna heimi.

Við verðum því áfram að sætta okkur við hryðjuverk, ærumorð, nauðungarhjónabönd, fjölkvæni og árásir á þá sem dirfast að gagnrýna Islam sem hugmyndafræði á borð við Nazisma, Fasisma, Kommúnisma og fleiri öfgapólitískar stefnur, sem eru í raun andstæð okkar vestrænu gildum sem við höfum reynt að þróa í samfélögum okkar undanfarin ár og áratugi.

Og við ætlum líka að loka augunum fyrir þeim mannréttindabrotum sem framin eru meðal múslima í þeirra eigin samfélögum. Þeir sem þar eru kúgaðir, skirrast við að kalla til lögreglu. Augljóslega geta ungir drengir sem umskornir eru og ungar stúlkur sem eru snípskornar fyrir kynþroskaaldurinn, ekki klagað meðferð á sér, enda er þeim talin trú um að ALLIR utan samfélags þeirra séu svín og vantrúaðir. Það gerir bara illt verra að vera bera sín vandamál fram við þá.

Er ég flutti í íbúð í stigagangi á jarðhæð í Danmörku, sumarið 2007, var nafn mitt auðvitað sett á bréfalúgu á hurð íbúðarinnar, S.Sigurbjörnsson. Ég tók svo eftir því að rispaður hafði verið hakakross á dyrnar og skrifað SS. !2 íbúðir voru í þessum stigagangi 3ja hæðar blokkar, svo ég vissi ekkert hver hafði gert þetta og pússaði lauslega yfir þetta með sandpappír og bar síðan tekkolíu yfir.

Seinna áttaði ég mig á að það bjó maður við hliðina sem var ekki heill á geði. Kannski var það hann, eða jafnvel einhver annar. Ég reyndi ekkert að grennslast fyrir um það. Smámál - skítur á priki. Ef múslimi hefði orðið fyrir álíka árás, hefði hann ekki hikað við að fara með það í fjölmiðla og gjörningamaður kallaður rasisti, útlendingahatari og þar fram eftir götunum. Dýr og mikil rannsókn hefði farið í gang, þar til sá seki yrði handsamaður, ákærður, sektaður og jafnvel dæmdur til fangelsisvistar.

Sigurður Rósant, 30.3.2016 kl. 13:14

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pegida-skríllinn, meðal annars hér á Moggablogginu, heldur því fram að múslímar geti ekki búið með öðrum íbúum Evrópu.

Nokkur dæmi:

Albanía:

"According to 2011 census, 59% of Albania adheres to Islam."

Kosovó:

Um 96% íbúanna eru múslímar.

Bosnía:

"45 percent of the population identify religiously as Muslim."

Makedónía:

"Muslims comprise 33% of the population."

Þýskaland:

"A 2009 estimate calculated that there were 4.3 million Muslims in Germany."

Bretland:

"The Muslim population was 2.7 million in 2011, making it the second-largest religion group in the United Kingdom."

Frakkland:

"In 2003, the French Ministry of the Interior estimated the total number of people of Muslim background to be between 5 and 6 million."

Rússland:

"There are 9,400,000 Muslims in Russia as of 2012."

Þorsteinn Briem, 30.3.2016 kl. 13:17

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.

Turks in Germany

Þorsteinn Briem, 30.3.2016 kl. 13:19

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.3.2015:

"The number of people of working age in Germany will fall by around a third by 2050 if the biggest economy in Europe does not increase immigration from countries outside the European Union, a study published on Friday said.

Germany will need between 276,000 and 491,000 net immigrants from non-EU countries each year to safeguard its levels of prosperity and economic activity, said the study by the Bertelsmann foundation.

It predicted the working-age population would drop to under 29 million from about 45 million today if immigration did not pick up. Raising the retirement age to 70 and increasing the number of women in the workforce would only add around 4.4 million to the number of employed, the study added.

According to latest statistics, the number of foreigners living in Germany grew by 519,340, or 6.8 percent, in 2014 against the previous year -- many of them Syrians fleeing war and Romanians and Bulgarians seeking work."

Germany needs more immigration from non-EU-countries - study

Þorsteinn Briem, 30.3.2016 kl. 13:20

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að á næstu árum breytist Íslendingar í innflytjendaþjóð.

Eftir tiltölulega skamman tíma verði útlendingar um fimmtungur þjóðarinnar.

Fyrirsjáanlegur sé skortur á vinnuafli sem kalli á að hingað komi tvö til þrjú þúsund útlendingar til starfa á ári.

Það er óhætt að fullyrða að samsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast og muni breytast mikið á næstu árum. Þetta á einnig við um aldurssamsetninguna.

Þeim sem eru eldri en sjötugir á eftir að fjölga ört. Árgangar sem komu í heiminn eftir seinni heimsstyrjöldina eru nú að komast á þennan aldur."

Íslendingar að breytast í innflytjendaþjóð

Þorsteinn Briem, 30.3.2016 kl. 13:21

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"
Tölur sem ASÍ birti í gær staðfesta að bætt efnahagsskilyrði hafa ekki dregið úr brottflutningi Íslendinga, heldur hafi hann þvert á móti aukist."

Þorsteinn Briem, 30.3.2016 kl. 13:25

12 Smámynd: Sigurður Rósant

Múslimar geta ekki lagað sig að siðum vestrænna, Steini Briem, hvort sem það er verið að heilsa konum með handabandi, borða kjöt sem er ekki slátrað að hætti múslima, nota spritt eða spíritus til að hreinsa sár, klappa saman lófunum til að fagna einhverju o.s.frv. o.s.frv.

Múslimar hafa sýnt að þeir þola ekki að fólk hlaupi Maraþon, að stúlkur taki þátt í keppnisíþróttum (sbr. upphlaup Salmanns Tamimi, þegar ísraelskar stúlkur ætluðu að keppa við íslenskar stúlkur í fótbolta í fyrra) o.s.frv.

En þú talar um múslima eins og þeir séu hluti af útlendingum. Útlendingar frá Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi eða viðlíka löndum, hafa lagað sig nokkuð vel að vestrænum löndum og eru vandamál þeim tengd hverfandi, miðað við þau vandamál sem koma upp hjá fólki sem kemur frá löndum múslima, hvort sem þeir koma frá Tyrklandi, arabaskaganum eða arabalöndum.

Sigurður Rósant, 30.3.2016 kl. 13:40

13 identicon

"Borða svertingjar pönnukökur?" spurði tengdamóðir mín...." Þessi er góður, jafnvel betri en "Negri í Þistilfirði." En var þetta Guðný frá Skógargerði?

En það sem þessi Sigurður Rósant skrifar er "bullshit." Þekki marga múslima sem eru siðprúðir, kúltíveraðir og kurteisir. Þá eigum við marga vestræna "siði", sem eru ekki þess virði að laga sig að, því ósiðir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 16:12

14 Smámynd: Sigurður Rósant

Haukur Kristinsson - Ef þú ert að tala um þá múslima sem birtast í þessu myndbandi, þá get ég svo sem skilið sljóleika þinn.
https://youtu.be/BPKqM-TV2i8

Sigurður Rósant, 30.3.2016 kl. 16:19

15 identicon

Sigurður Rósant. Hvað leyfir þér að ásaka mig um sljóleika? Við þekkjumst ekki og ég hef enga löngun til að kynnast þér, kann ekki að meta fólk með fordóma.  Nei, ég er ekki að tala um rugludallana sem birtast í þessu myndbandi. Nú get ég spurt á móti, ertu að tala um þá  vestrænu siði sem lögðu grunninn að Holocaust (sjá myndband). Nú ef Holocaust er þér of langt aftur í fortíðinni máttu kynna þér Srebrenica. http://www.youtube.com/watch?feature=endscreen&NR=1&v=pfn-G_AjvlQ

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 18:30

16 Smámynd: Sigurður Rósant

Haukur Kristinsson - Hver leyfði þér að kalla skrif mín "bullshit"?

Alla vega er sú fullyrðing í mínum augum full groddaleg og í ofanálag algjörlega úr lausu lofti gripin. Ég var nú reyndar að svara Steina Briem og taldi upp nokkra 'ósiði' sem múslimar hafa sýnt af sér hér í löndum þeirra sem hafa tekið vel á móti þeim, hliðrað til fyrir þeim, reynt að breyta sínum reglum þeirra vegna, en fengið vanþakklæti og hortugheit í staðinn.

Ég held að Evrópubúar sem sammæltust með þegjandi samkomulagi að leggja grunninn að Holocaust hafi ekki fengið tækifæri til að tjá sig hreinskilnislega um hvað olli því hatri á Gyðingum sem raunin varð á. Ég giska á að stór meirihluti Evrópubúa hafi verið samþykkir brottrekstri Gyðinga úr Evrópu, en ekki trúað því að Hitler hafi beinlínis verið að útrýma þeim með þeim hætti sem síðar kom í ljós.

En þér finnst kannski sem múslimar séu eins konar siðbótarmenn, ef ég skil þig rétt?

En þú getur verið hvaða Haukur Kristinsson sem er. Þú kýst að vera í felum og það fer þér bara býsna vel.

Sigurður Rósant, 30.3.2016 kl. 20:19

17 identicon

Er ekki í felum, hef aldrei verið í felum, hef ekkert að fela. Eins og er í Sviss, rétt kominn frá Grikklandi. Fer aftir til Hellas eftir nokkrar vikur, en til Ísland ekki fyrr en 7. júni. Veit hinsvegar ekki hvenig setja skal inn mynd með athugasemd.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.3.2016 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband