Í 1100 ár hefur sjórinn tekið þúsundir Íslendinga.

Það er þekkt fyrirbæri að meira að segja dýr, sem stundum eru kölluð skynlausar skepnur, hafa í sér innbyggð viðbrögð vegna reynslu margra kynslóða, sem á undan komu.

Þúsundir Íslendinga hafa farist í sjóslysum síðan landið var byggt, og það ástand, að sjóslys séu allt í einu horfin, er alveg nýtt fyrirbrigði.

Á 20. öld fórust líklega meira en þúsund manns í sjóslysum og voru mörg þeirra afar mannskæð, svo sem þegar togarinn Júní fórst 1959 með 30 manns.

Halaveðrið á þriðja áratugnum var dæmi um ofboðslegar mannfórnir, sem færðar voru til þess að þjóðin gæti lifað af sjávarfangi.

Afleiðingin hlaut að verða almenn hræðsla við hafið, "innbyggt í fólk" eins og Kári Logason orðar það, og kannski þarf margar kynslóðir til þess að aftengja þessa hræðslu.


mbl.is Íslendingar hræddir við hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt það allra besta sem Íslenskt samfélag hefur áorkað eru slysavarnir á sjó.

Segja má að Sæbjörgin sé táknmynd fyrir þann árangur, að við höfum upplifað heil ár, án þess að sjómenn farist við störf sín. Þessi ´ðarangur er samvinnuverkefni fjölmargra aðila; sjómanna, útgerðarmanna, Landhelgisgæslu Landsbjargar, Veðurstofu, eftirlitsaðilum, bættum fjarskiptum og leiðsögutækjum, betri skipa, betri björgunarbúnaðar og svo má lengi telja. 

Sæbjörgin blasir við úr Hörpunni. Það gerir einnig Stjórnarráðið en lítið er til að hrópa húrra fyrir þar. 

Ætli munurinn sé ekki sá að í slysavörnum á sjó keppa allir að sama marki og enginn hefur hag af dauða eða örkuml sjómanna. Árangurinn er eftir því.

Innan Stjórnarráðsins starfa hinsvegar menn sem er meira í mun að hygla sér og sínum en gæta almannahags.

Sigurður Sunnandvindur (IP-tala skráð) 31.3.2016 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband