Viðkvæm pólitík og íþróttir / Eurovision fara ekki saman.

Flestum ber saman um að sigurlag Úkraínu hafi verið með rammpólitískan texta um atburði, sem snerta stríðsástand miklli Úkraínu og Rússlands.

Nú rísa öldur og Rússar eru stórorðir eftir að dómnefndir landa álfunnar komust að allt annarri niðurstöðu en fólkið í löndunum, sem gaf rússneska laginu flest stig.

Pólitík og íþróttaviðburðir eða hliðstæðir viðburðir fara ekki saman. Tvennir Ólympíuleikar voru stórskemmdir vegna þess að 1980 átti að refsa Rússum fyrir að fara inn í Afganistan, og sömu þjóðir stóðu að þeirri "refsingu" og fóru síðar sjálfar inn í Afganistan rúmum tuttugu árum síðar.

Rússar hefndu sín með því að sniðganga og stórskemma Ólympíuleikana í Los Angeles 1984.

Nú tala þeir um að taka ekki þátt í Eurovision næsta ár.  

Þeir réðust inn í Ungverjaland 1956 en sem betur fer var það ekki látið hafa áhrif á Ólympíuleikana í Melbourne síðar það ár.

Það hefði ekki átt að leyfa Úkraínumönnum að flytja lagið 1944 sem keppnislag.

Sjá menn það fyrir sér að Írar myndu komast upp með að flytja samsvarandi lag undir heitinu 1916 um kúgun Breta á Írlandi?

 

 


mbl.is Úkraínskur sigur í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var fyrst núna að hlusta á lögin þrjú, í fyrsta til þriðja sæti. Úkraína, Ástralía og Rússland. Og viti menn, úkraínska lagið er mjög gott, ef ekki best. Því öll þessi umræða um pólitík etc?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.5.2016 kl. 18:22

2 identicon

Það var ekki nóg að banna fána Palestínu.  Það þurfti líka að stela sigrinum frá Rússum.  Almenningur kaus Rússa en búrókratarnir í Evrópu og Ísrael kusu Úkraínu.  Þetta var ekki söngvakeppni.  Þetta var pólitík.      

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.5.2016 kl. 18:52

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rússar gáfu úkraínska laginu tíu stig og Úkraínubúar rússneska laginu tólf stig.

Þorsteinn Briem, 15.5.2016 kl. 19:11

4 identicon

Ef þessi hótun Rússa um að taka ekki þátt í næstu Eurovision keppni verður að veruleika ... segi ég bara, "hverjum er ekki sama"?  Sniðganga Sóvétríkjanna árið 1984 var ögn meiri blóðtaka þegar á heildina er litið.

Hilmar Bjarnason (IP-tala skráð) 15.5.2016 kl. 19:20

5 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Hvaða heimsálfa kemur inn á næsta ári í Eurovision? Antartica......mörgæsadans og söngur...cool

Ragna Birgisdóttir, 15.5.2016 kl. 20:01

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn áratug hafa lönd í Vestur-Evrópu verið í fyrsta sæti í Eurovision sjö sinnum.

Serbar unnu hins vegar árið 2007, Rússar 2008 og Aserar 2011.

Þorsteinn Briem, 15.5.2016 kl. 21:46

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrra tóku 40 lönd þátt í Eurovision og þar af 18 í Vestur-Evrópu.

Af þessum 40 löndum eru tvö ekki í Evrópu, Ísrael og Ástralía.

Rúmlega helmingur af Evrópulöndunum 38 er ekki í Vestur-Evrópu, eða 20.

Svíþjóð, land í Vestur-Evrópu, var í fyrsta sæti.

Þorsteinn Briem, 15.5.2016 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband