Ísland eitt Norðurlandanna á gamla virkjanafylleríinu.

Þegar Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra Noregs lýsti því yfir árið 2002 að tími stórra virkjana væri liðinn þar í landi, lauk jafnframt tíma stórra virkjana á Norðurlöndum öllum, - nema á Íslandi, þar var bætt í. 

Árið eftir var ákveðið að fara í langverstu virkjanaframkvæmdir í Evrópu hvað varðaði óafturkræf neikvæð umhverfisáhrif og sömuleiðis út í byggingu þess jarðvarmaraforkuvers landsins, sem felur í sér mestu rányrkjuna og mengunina. 

Nú er það einbeitt stefna Landsvirkjunar að tvöfalda þá orku, sem unnin er úr íslenskum virkjunum, en það þýðir fjórföldun síðan 2002. 

Það eina, sem kemst að, er hvað hægt er að kreista mikla orku út úr virkjanasvæðunum og selja sem mest magn á sem lægstu verði. 

Hér eiga við orð Laxness í frægri blaðagrein 1970: Hernaðurinn gegn landinu, og brotaviljinn er einbeittur. 

Samanlagt óvirkjað vatnsafl hvað magnið snertir er álíka mikið hér á landi og í Noregi. 

Þess vegna ættum við að vera fyrir all nokkru komnir á sama ról og Norðmenn. 


mbl.is Milljarðamunur á virkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.

Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.

Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann
en áður hafði hún verið mest í Noregi.

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

Þorsteinn Briem, 6.7.2016 kl. 19:12

2 identicon

er mú ekki nokkur munur á orkugétu noregs noreigi í vil.má ekki seigja að noregur hafi virkjað of mikið miðað vð þá orku sem þeir sélja úr landi 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 6.7.2016 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband