Nú renna tvær grímur á marga.

Fyrstu viðbrögð ráðamanna víða um lönd við "valdaránstilraun" í Tyrklandi voru varfærnisleg en þó eindregið á þá lund að virða bæri lýðræðið í landinu.

En nú eru farnar að renna tvær grímur á menn, svo að hægt er að setja orðið "valdaránstilraun" innan gæsalappa.

Það sem nú er að gerast minnir nefnilega óþyrmilega á aðgerðir Hitlers og Stalíns þegar þeir voru að festa sig í sessi.

Erdogan sagði í upphafi að öfgamúslimar stæðu að baki tilrauninni og þetta réði áreiðanlega þeim viðbrögðum margra á Vesturlöndum að fagna bæri því að valdaránið rann út í sandinn, vegna þess að herinn var lykilatriði hjá Ataturk á sínum tíma til þess að færa landið inn í vestrænt horf og bægja harðlínumúslimum frá og að í þetta sinn væri það ekki herinn sem væri á bak við þetta.

En það er holur hljómur á bak við þessa fullyrðingu Erdogans, sem sjálfur hefur þjarmað að vestrænum gildum eins og skoðana- og tjáningarfrelsi og öðrum mannréttindum í landinu og sýnt einræðístilburði.

Nokkur minni úr sögunni koma upp í hugann þegar nýjustu atburðir í Tyrklandi berast á öldum ljósvakans.

Hitler lét kveikja í þinghúsinu í Berlín og kenndi síðan kommúnistum um til þess að geta sett neyðarlög, sem færðu honum alræðisvald.

Stalín var sjúklega tortrygginn og vænisjúkur og lét í farsakenndum "réttarhöldum" dæma þúsundir ráðamanna og 70 prósent foringja hernum ýmis til dauða eða senda þá í Gúlagið í Síberíu.

Svo mikil var sefjunin sem þessi einn afkastamesti fjöldamorðingi sögunnar beitti, að meira að segja íslenska Nóbelskáldið skrifaði lofsamlega um þessi réttarhöld.

Sá síðar hvernig hann og milljónir aðdáenda Stalíns höfðu verið blekktir allan tímann.

Á þessum árum var Trotskí, helsti andstæðingur Stalíns, í útlegð en nú er það Fethullah Gulen, andstæðingur Erdogans.   

Þegar atburðir þessara daga í Tyrklandi eru skoðaðir sést að hér kunna að vera alvarlegri atburðir að gerast og á aðra lund en menn uggðu.  

 


mbl.is Var valdaránstilraunin sviðsett?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Byltingin í Tyrklandi fór því miður út um þúfur, oft er þörf en nú var nauðsin að koma Erdogan frá öldum sem og það litur út fyrir að lýðræði í Tyrklandi sé á hraðri niðurleið, því miður.

En auðvitað kemur mér ekkert við hvað er að gerast í Tyrklandi, fólkið velur sér forystumenn eins og við. Kjósendur ættu að muna þegar islenzka þjóðin valdi Gunnarstaðamóra, kötu littlu, Jógu Sig. og trúðinn Skeggja Skaftason, eða kanski að nafnið sé Össur Skarphéðinsson í dag.

Kveðja frá Seltjarnarnesi.

Jóhann Kristinsson, 18.7.2016 kl. 13:59

2 identicon

"Hitler lét kveikja í þinghúsinu í Berlín og kenndi síðan kommúnistum um til þess að geta sett neyðarlög, sem færðu honum alræðisvald."

Þetta eru fréttir.

imbrim (IP-tala skráð) 18.7.2016 kl. 15:07

3 identicon

Ég held að þetta hafi ekki verið sviðsett.  Hann var búinn að veikja herinn með handtökum áður.  Það þarf ekki annað að hafa gerst en að maðurinn hafi farið í sumarfrí á vitlausum tíma.  Þeir voru í kapphlaupi við tímann og töpuðu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.7.2016 kl. 16:06

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Imbrim, þetta eru engar "fréttir" um brunann í Berlínn 1933. Þetta er ein sagnfræðikenningin og að margra mati mjög sennileg.

Staðreyndin var samt sú að atvinnulaus hollenskur kommúnisti var handtekinn á staðnum og sakaður um brunann og í kjölfarið fékk Hitler því framgengt á sett voru á neyðarlög á þeim grundvelli að kommúnistar væru að reyna að ræna völdum. Í kjölfarið voru margir kommúnistar, bæði innlendir og erlendir, handteknir og teknir af lífi.

Margir eru einnig á þeirri skoðun að Hollendingurinn hafi verið einn að verki en Hitler hafi notfært sér atburðinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.7.2016 kl. 16:31

5 Smámynd: Már Elíson

Menn mega síðan ekki gleyma "árásinni" á tvíburaturnana. Made in USA - Leikstjóri : Georg W(fyrir wise) Bush.  -  Til að kalla hvað fram ? - Til þess að geta sviðsett hvað ??. - Talandi um copy/paste.

Koma nú....Best væri að fá Steina "alvitran" Breim copy/paste master, sterkan inn núna.

Már Elíson, 18.7.2016 kl. 17:08

6 identicon

Þetta er jú kenning og ekki ósennileg og síst ósennilegri en ýmislegt sem talið er staðreynd um gjörðir Hitlers þó grunnurinn sé síst sterkari.  

Engu að síður er þetta kenning en alls ekki staðreynd eins og Ómar sannarlega setur þetta fram hér. 

imbrim (IP-tala skráð) 18.7.2016 kl. 18:31

8 identicon

When False Flags Don't Fly

https://www.youtube.com/watch?v=TJgv39GtcJ0&list=PL17AE265ED87BC66E

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 20.7.2016 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband