Menn gleyma 5 flokka stjórn Steingríms og 7 flokka Alþingi 1987-91.

Sí og æ, nú síðast í samræðum formanna flokkanna í sjónvarpi, var fullyrt að stjórnir, sem myndaðir væru með fleiri en tveimur flokkum, gætu ekki setið út kjörtímabilið. 

Þar af leiðandi væri fimm flokka stjórn glapræði. 

Ævinlega gleymist að 1988 myndaði Steingrímur Hermannsson fjögurra flokka stjórn og bætti rúmu ári síðar fimmta flokknum við. 

Sú fimm flokka stjórn sat út kjörtímabilið og sjö flokkar áttu þingmenn á Alþingi 1987-1991. 

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 27% atkvæða 1987 og Borgaraflokkurinn, sem var að mestu klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, rétt eins og Viðreisn er nú, fékk rúm 10% atkvæða.

Og meirihlutastjórn Sjalla og Framsóknar missti meirihlutann í kosningunum, rétt eins og nú.

Samt láta margir eins og úrslit kosninganna nú séu algert einsdæmi.  


mbl.is „Viðreisn í algerri lykilstöðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sú stjórn var var sennilega með þeim betri sem setið hafa. Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra þeirrar ríkisstjórnar. Fáir fara í fötin hans Steingríms að laða menn með ólík sjónamið til samstarfs.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.10.2016 kl. 01:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ráðuneyti Steingríms Hermannssonar 10.9.1989 - 30.4.1991

(Framsóknarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið, Borgaraflokkurinn og Samtök um jafnrétti og félagshyggju.)

Þorsteinn Briem, 30.10.2016 kl. 03:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands:

"Við myndun nýrrar ríkisstjórnar ber forseta [Íslands] að kanna vilja Alþingis."

Þorsteinn Briem, 30.10.2016 kl. 04:22

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Steingrímur þessi sem þú mærir svo mjög Axel Jóhann, var nú svona rétt búin að murka úr mér lífið með digri aðstoð Norðfjarðar komma, sem þoldu ekki gagnrýni.  

Steingrímur þessi leit sig sem stærri en aðra menn, en í honum var hérahjarta.

Hrólfur Þ Hraundal, 30.10.2016 kl. 18:58

6 identicon

Norðfjarðarkommar og Stykkishólms íhöld eru greinilega nokkuð lík

Heimir Laxdal Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.11.2016 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband