Ekki spurning um hvort heldur hvenær.

Í fyrra gerðist það einn dag að þegar sjúkraflugvél lenti í Reykjavík með sjúkling sló vindurinn upp í 25 metra á sekúndu á Reykjavíkurflugvelli í suðvestan hvassviðri og hefði flugvöllurinn verið algerlega lokaður til lendingar ef ekki hefði viljað svo til að na-sv-brautin var enn í notkun og vindurinn stóð beint á hana en of skakkt á hinar brautirnar. 

Þá var umræða í gangi um brautina og mátti meðal annars sjá fullyrt í henni að flugmenn Mýflugs væru að ljúga til um ofangreindar aðstæður. 

Sú fullyrðing var hrakin hér á síðunni með því að vitna í einföld gögn á þeim tíma sem aðflugið stóð yfir um vindstyrk og vindhraða í Reykjavík sem eru aðgengileg á vedur.is hvenær sem er. 

Ábyrgðarleysi yfirvalda í þessum efnum er því miður alltof algengt í stjórnsýslu og stjórnmálum hér á landi. 

Gerður er samningur um lokun brautar í Reykjavík með loforði um að opna aðra braut í Keflavík í staðinn, sem síðan er svikið eins og ekkert sé. 

Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær þetta á eftir að kosta mannslíf. 

Og miðað við framtíðar tómlæti í málinu ekki fyrsta mannslífið. 

Samkvæmt ísköldum útreikningi kostar meðal mannslífið hér á landi þjóðfélagið um hálfan milljarð króna en að opna braut, sem getur bjargað mannslífi kostar helmingi minna. 

En ekki einui sinni svo einfaldur útreikningur þar sem þjáningar fjölda fólks eru ekki metnar á krónu virðist fá neinu haggað. 


mbl.is Áhyggjur af sjúkrafluginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson 2.4.2015:

"
Á sínum tíma hefði verið skárra að reisa sjúkrahúsið í Fossvogi meðan enn var þar nægt landrými og aðeins einn spítali kominn í stað allra húsanna, sem komin eru á Landsspítalalóðinni.

En nú er orðið of seint að reyna að gera þetta í Fossvoginum.

Við innanverðan Grafarvog er stórt autt svæði við Keldur. Sömuleiðis hjá Vífilsstaðaspítala."

Ómari Ragnarssyni finnst sem sagt allt í lagi að Landspítalinn sé langt frá miðju íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu en flugvöllur fyrir höfuðborgarsvæðið megi engan veginn vera það.

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 06:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:

Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu
1. janúar 2014:

Reykjavík 121.230 (58,1%),

Kópavogur 32.308 (15,5%),

Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),

Garðabær 14.180 (6,8%),

Mosfellsbær 9.075 (4,4%),

Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).

Samtals 208.531.

Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.

Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.

Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu
, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 06:43

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vífilsstaðir eru langt frá miðju íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu og einnig landfræðilega, þannig að flytja þyrfti langflesta íbúa á höfuðborgarsvæðinu, þar sem flestir landsmenn búa, mun lengri leið að sjúkrahúsi á Vífilsstöðum en við Hringbraut.

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 06:59

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.9.2013:

"Það eru skýr hagkvæmnisrök fyrir því að þétta borgina í stað þess að halda áfram að þenja hana út, nýta þannig betur fjárfestinguna í gatna- og veitukerfum, draga úr umferð og auðvelda fólki að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að ferðast á milli staða.

Kannanir sýna að nýjar kynslóðir borgarbúa vilja frekar búa þétt en dreift.

Í þriðja lagi fylgir flugvellinum ógn við öryggi borgarbúa með stöðugu lágflugi yfir íbúðahverfi.

Sú ógn fer vaxandi ef umsvif á vellinum aukast með fjölgun ferðamanna. Völlurinn er líka orðinn frekari á umhverfi sitt en áður, eins og áform um fyrirferðarmikil lendingarljós og fellingu gamals skógar á útivistarsvæðum borgarbúa sýnir.

Völlurinn
er raunar á alls konar undanþágum frá öryggisreglum, sem ekki þyrfti ef hann væri annars staðar."

Hjarta á röngum stað - Ritstjóri Fréttablaðsins


Ákveðið hefur verið að Landspítalinn verði áfram við Hringbraut, samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember síðastliðinn, Reykvíkingar starfa flestir vestan Kringlumýrarbrautar og þar er nú verið að þétta byggðina.

Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt


Og þeir sem starfa bæði og búa vestan Kringlumýrarbrautar, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu, geta gengið eða hjólað í vinnuna í stað þess að fara þangað akandi frá austurhluta Reykjavíkur, sem veldur mun meiri innflutningi á bensíni, meira sliti á götum og bílum, meiri mengun, mun fleiri árekstrum og slysum.

En það er einskis virði í augum "umhverfisverndarsinnans" Ómars Ragnarssonar.

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 07:08

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 07:10

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 07:11

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.3.1986:

"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.

Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna
, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."

Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna


3.8.1988:


"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.

Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp.
"

Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni


16.10.1990:


"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.

Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.

Flugvél hrapaði í Skerjafjörð


23.4.1997:


"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.

Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."

Brotlenti við Suðurgötuna


9.8.2000:


"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."

Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 07:12

8 identicon

Þarf að láta sverfa til stáls gegn öfgakrötum í Ráðhúsinu.

GB (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 07:34

9 identicon

Það eru alvarlegar ásakanir að halda því fram að læknar sendi sjúklinga í lífshættu í flug og að fyrr eða síðar muni það kosta mannslíf. Sem betur fer þá eiga þær ásakanir ekki við rök að styðjast.

Hábeinn (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 08:12

10 identicon

Það er grafalvarlegt að halda því fram að sjúklingar í sjúkraflugi séu aldrei í lífshættu.

ls (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 11:13

11 identicon

Á nú virkilega að fara þrasa um þetta sama efni og þrasað var um fyrir þremur vikum síðan daginn sem maður er að jafna sig eftir að hafa haldið alþjóðlega Klósettdaginn hátíðlegan um helgina?

Ég spyr því bara sömu spurningarinnar og síðast - Hvers vegna skiptir það engu máli að það taki klukkutíma lengri tíma að koma flugvélinni á loft á Akureyri utan dagvinnutíma en það tæki ef það væri sólarhringsvakt. En svo ætlar himinn og jörð að farast yfir 3 - 4 mínútum Reykjavíkurmegin?

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 12:07

12 identicon

Tekur það 3 - 4 mínútur að keyra frá t.d. Akureyri til Reykjavíkur?

Pistillinn fjallar um að ekki sé hægt að lenda á suðvesturhorninu með sjúkling ef of hvass er af suðvestan.

ls (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 12:47

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Pistillinn fjallar um svik varðandi samninginn um sv-na braut á Keflavíkurflugvelli.

En þá kemur í hundraðasta og eitthvað skiptið copy-paste flóðbylgja frá Steina.

Plús það að fullyrða að miðja byggðar á höfuðborgarsvæðinu sé við Klambratún, en um 40 þúsund manns búa vestan við túnið en 160 þúsund fyrir austan!!  

Ómar Ragnarsson, 21.11.2016 kl. 20:32

14 Smámynd: Diddi Siggi

Það á að taka verulega fjármuni frá uppbyggingu Landsspítalans og færa þá til sjúkrahússins á Akureyri svo þar sé hægt me betra móti að taka við sjúklingum úr sjúkrafluginnu.

Diddi Siggi, 21.11.2016 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband