Hver er "stærsti kjósendahópurinn"?

Sjá má því haldið fram á blogginu í dag að Sjálfstæðisflokkurinn eigi heimtingu á því að vera í ríkisstjórn, af því að kjósendur hans hafi verið "stærsti kjósendahópurinn" í kosningunum. 

Þess er sérstaklega getið að kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafi verið "stærsti kjósendahópurinn" í öllum kjördæmunum og því muni annað stjórnarmynstur en með Sjálfstæðisflokkinn innanborðs jafngilda aðför 101 Reykjavík gegn landsbyggðinni. 

Það er nokkuð sérkennilegt að flokkur sem fær tæp 30% atkvæða á landsvísu telst stærsti kjósendahópurinn en hin 70 prósentin, sem ekki kusu þennan flokk, séu ekki kjósendahópur og eigi því ekkert með að mynda ríkisstjórn. 

Allt fram til kosninganna 2010, eða í næstum heila öld, fékk Sjálfstæðisflokkurinn lang flest atkvæði í Reykjavík. Reykjavíkurlistinn eða R-listinn, eins og hann var kallaður, var ekki stjórnmálaflokkur, heldur listi eins og nafnið bendir til. 

Allan tímann stóðu býsna ólíkir flokkar að R-listanum, valið var um frambjóðendur innan aðildarflokkanna, og þeir sömdu sín á milli um skipan framboðslistans og það, hverjir skipuðu æðstu embætti borgarinnar. 

Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn í borgarstjórn 1978-1982 og þar með borgarstjórann og forseta borgarstjórnar og borgarráðs, og síðan aftur árið 1994-2006 og 2007-2009.

Aldrei var rætt um það á þessum tíma að vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri "stærsti kjósendahópurinn" væri ranglátt að hann hefði ekki borgarstjórann og völdin í borginni.

Nú kemur í ljós að í skoðanakönnun telja fleiri, að Vinstri grænir eigi að fá aðild að ríkisstjórn heldur en þeir, sem telja að Sjálfstæðiflokkurinn eigi að eiga aðild að stjórninni.

En teljast þessir tveir þriðju hlutar kjósenda þá ekki "kjósendahópur"?

Og er eitthvað ólýðræðislegt við það að þegar stjórnarflokkar missa meirihluta sinn taki hinir flokkarnir, sem fengið hafa meirihluta, við, og myndi ríkisstjórn? 


mbl.is Flestir vildu VG í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Omar. Sérðu það er kosið um flokka til að mynda ríkisstjórn þeir sem fá mesta fylgi ´´i kosningunum eru vinningshafar. Komi í ljós að skoðanakannanir eftir á skiptir engu. Þegar micró flokkar eru kosnir og fá slæma útreið þá töpuðu þeir. Þetta vitum við öll hinsvegar þegar mícro flokkarnir mynduðu bandalag fyrir kosningar um að vinna ekki með vinningshafanum jaðrar það ekki við valdarán.  

Valdimar Samúelsson, 21.11.2016 kl. 13:51

2 identicon

Sama hversu stórt Íhaldið mælist, það er og verður í sérflokki vegna spillingar, nepotisma og þjófnaðar (þjóðarauðlindir, innherjaviðskipti, Icesave þjófnaðurinn á sparifé erlendis etc, etc.) Þá er formaður flokksins arrogant Panama-pappír, sem og varaformaðurinn. Hello folks, wake up!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 13:57

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Comon Haukur.Gleymdu flokkum við erum að tala um fólk til að höndla skatttekjur okkar ekkert annað. Sumir heimta pening í flóttamanna hjálp aðrir heimta pening í heilbrigðismál mál aldraða, fátæka, vegakerfið.  Við getum þessvegna gleymt þessum aumu flokksmönum og ráðið gjaldkera og bókara. 

Þingmenn eru afætur og frekjudósir. Ganga flóttamanna mál fyrir auðvita segir þú nei. Hversvegna geta sumir tekið skattinn okkar og eytt honum í gæluverkefnið sitt. Hversvegna borgum við listamönnum en það er annað gæluverkefni einhverja stjórnmálamanna. Svona væri hægt að telja áfram.

Valdimar Samúelsson, 21.11.2016 kl. 14:23

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjölmargir hægrimenn, sem lengi hafa djöflast gegn Ríkisútvarpinu, hafa mestan áhuga á að starfa hjá íslenska ríkinu, Reykjavíkurborg, þeirra stofnunum og fyrirtækjum.

Þannig var til að mynda Davíð Oddsson á launaskrá Reykjavíkurborgar og ríkisins þar til hann hrökklaðist út i Móa og Friðrik Sophusson var forstjóri Landsvirkjunar, ríkisfyrirtækis sem íslenskir hægrimenn mæra í bak og fyrir.

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 14:47

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fiskiskip Granda hf. og önnur reykvísk fiskiskip, fiskvinnslan og Lýsi hf. við Reykjavíkurhöfn, CCP á Grandagarði, Harpa, hótelin í Reykjavík, hvalaskoðunarferðir frá Reykjavíkurhöfn og Íslensk erfðagreining afla erlends gjaldeyris.

Það sem flutt er inn í 101 Reykjavík frá landsbyggðinni eru fokdýrar landbúnaðarvörur.

Og skattgreiðendur, sem flestir búa á höfuðborgarsvæðinu, halda uppi mörlenskum bændum.

Þar að auki eiga skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu meirihlutann af öllum fiskimiðum við landið, íslenskum þjóðlendum og Landsvirkjun.

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 14:49

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrátt fyrir um fimm milljarða króna árlegar greiðslur íslenskra skattgreiðenda vegna sauðfjárræktar hér á Íslandi er lambakjöt rándýrt í verslunum hérlendis, þannig að þúsundir Íslendinga hafa ekki efni á að kaupa kjötið, enda þótt þeir taki þátt í að niðurgreiða það.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja hins vegar endilega að skattgreiðendur niðurgreiði lambakjöt ofan í sjálfa sig og erlenda ferðamenn hér á Íslandi, enda kjósa fjögur þúsund sauðfjárbændur á um tvö þúsund búum, sem haldið er uppi af skattgreiðendum, flestir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 14:50

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarstuðningur við landbúnað hér á Íslandi hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.

Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur.

Steini Briem, 21.7.2010

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 14:51

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.3.2013:

"Alþingi samþykkti í gær frumvarp sem veitir atvinnuvegaráðherra heimild til að gera fjárfestingasamning um byggingu 33 þúsund tonna kísilvers á Bakka við Húsavík.

Félagið fær sérstakar skattaívilnanir vegna nýfjárfestinga umfram aðrar heimildir í lögum hvað varðar tekjuskatt, tryggingagjald, stimpilgjöld, fasteignagjöld og fleira fyrir um 1,5 milljarða króna á tíu ára tímabili.

Ríkið greiðir einnig nærri 800 milljónir króna vegna framkvæmda við lóðina og þjálfun nýs starfsfólks.

Alþingi samþykkti einnig frumvarp um þátttöku ríkisins í gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og Bakka fyrir 1,8 milljarða króna.

Og ríkissjóður veitir víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda fyrir 819 milljónir króna."

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 14:55

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.

Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.

Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 14:56

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

CCP á Grandagarði í Reykjavík seldi árið 2009 útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem dugað hefði til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hér á Íslandi laun og launatengd gjöld.

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 14:57

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 14:58

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.

Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."

En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.

Þjónusta
- Vörur

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 14:58

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Febrúar 2009:

"Virðisauki af starfsemi stóriðjuvera hér á Íslandi er ekki mikill.

Samkvæmt ársreikningum þeirra álvera sem störfuðu hér á árinu 2007 má áætla að hjá þeim sé virðisaukinn samtals um 25 milljarðar króna, sem svarar til um 1,8% af vergri þjóðarframleiðslu.

Virðisaukinn lendir að 2/3 hlutum hjá erlendum eigendum álveranna en einungis 1/3 hjá íslenskum aðilum, sem svarar til 0,6%-0,7% af þjóðarframleiðslunni.

Virðisauki vegna sölu á aðföngum til stóriðju er að mestu leyti hjá orkusölum en ekki eru tiltækar talnalegar upplýsingar um hann.

Verð á raforku til stóriðju bendir þó til þess að hann sé ekki mikið umfram vaxtagreiðslur orkuveranna sem renna úr landi og viðunandi ávöxtun eiginfjár.

Því eru líkur á að arður af orkulindinni, auðlindarentan, renni nær óskipt til orkukaupendanna, stóriðjuveranna."

Efnahagsleg áhrif erlendrar stóriðju hér á Íslandi - Fyrrverandi ríkisskattstjóri

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 14:59

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990 til 2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.

Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu, einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en
um 70% eru flutt úr landi."

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 15:00

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja að tollar á íslenskum sjávarafurðum verði nú felldir niður í Evrópusambandsríkjunum fyrir íslenska útgerðarmenn.

En vilja að sjálfsögðu ekki að tollar á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandsríkjunum verði felldir niður fyrir íslenska neytendur.

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 15:01

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir kúabændur greiða mun minna til íslenska ríkisins en þeir fá í beina styrki frá ríkinu, að meðaltali um sjö milljónir króna hver og einn árið 2012.

Íslenskir kúabændur greiða því ekki kostnaðinn við þjóðvegi hérlendis, sem greiddir eru af skattgreiðendum, sem flestir búa á höfuðborgarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 15:02

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Burtséð frá því hvaða stjórnmálaflokka menn hafa kosið hafa þessi atriði einfaldlega ekki virkað:

Stóriðjustefnan:

Djöfulgangur sumra gegn náttúru Íslands, sem vilja láta ríkið sjá um að skapa atvinnu á örfáum stöðum á landinu með gríðarlegri raforkunotkun stóriðju, þegar einkafyrirtæki hafa með margfalt minni tilkostnaði skapað miklu meiri atvinnu og útflutningsverðmæti með til að mynda ferðaþjónustu í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Hernaðurinn gegn höfuðborgarsvæðinu:

Djöfulgangur sumra á landsbyggðinni, sem halda því fram að fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins skapi hér flest störf og mestu tekjurnar og greiði þar að auki mestu skattana, sem er í engu samræmi við staðreyndir.

Hernaðurinn gegn Reykjavík:

Djöfulgangur sumra gegn því að flytja flugvöllinn af Vatnsmýrarsvæðinu og virða þannig í engu meirihlutaeign Reykjavíkurborgar og einkaaðila á svæðinu.

Hernaðurinn gegn 101 Reykjavík:

Djöfulgangur sumra sem fullyrða að íbúar þessa svæðis geri ekkert annað en að fá sér kaffi á kaffihúsum, þegar það er staðreynd að í engu öðru póstnúmeri á landinu eru skapaðar meiri gjaldeyristekjur.

Hernaðurinn gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu:

Djöfulgangur sumra gegn því að Ísland geri samning um aðild landsins að Evrópusambandinu, sem kosið verði um í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hernaðurinn gegn nýrri stjórnarskrá:

Djöfulgangur sumra gegn því að stjórnarskrá landsins verði breytt til að auka hér lýðræði.

Enginn Pírati hefur svo ég viti tekið nokkurn þátt í einhverjum af þessum djöfulgangi.

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 15:06

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu eiga meirihlutann af öllum fiskimiðum hér við Ísland, íslenskum þjóðlendum, Landsvirkjun og þar með Kárahnjúkavirkjun.

Þorsteinn Briem, 21.11.2016 kl. 15:07

20 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Er annar flokkur með stærri kjósendahóp?

Ef ekki, þá hefur sjálfstæðisflokkurinn stærsta kjósendahópinn.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.11.2016 kl. 16:41

21 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er ömurlegt að sjá tvö gamalmenni trana sér fram þegar þau ættu bæði að halda sér til hlés. Annað þeirra er Svavar Gestsson, sem dvaldi í uppeldi í Austur Þýskalandi á sínum tíma. Þegar menn fóru að kanna feril hans þar var búið að þurrka allar upplýsingar um Svavars út. Slíka þjónustu fengu einkum þeir sem höfðu gangnast vel. Svavar lét sér ekki segjast og var allt of lengi í pólitík á Íslandi sjálfum sér og öðrum til ógagns. Í lok ferils síns kom dómgreindarleysi Svavars skýrt í ljós þegar hann fór til Englands og kom heim með óþverrasamning. Margir vilja enn fá Svavar fyrir Landsdóm, og telja fullvíst að hann yrði latinn dúsa lengi á Kvíabryggju. Hinn er Ómar Ragnarsson sem gagnstætt Svavari er einn af ástsælustu fjöliðlammönnum þjóðarinnar í áratugi. Á gamals aldri fór hann í framboð sem mistkóst herfilega og var tekinn inn í flokkinn af samfylingunni, sennilega  upp í auglýsignaskuld. Í minningargreinum er stundum sagt frá mönnum sem lenntu í vondum félagskap á fyrri hluta æfi sinnar, en Ómar lendir í þessu á seinni hluta æfinnar. Þegar honum er bennt á arfavitlausa stefnu innlimunarflokksins hafnar hann ávallt að hafa stutt vitleysurnar. Það er sama hvort það er Icesave eða annað. Nú er flokkurinn allur og á bara eftir að moka yfir. Þá kemur Ómar fram og fer að fjalla um vinsælasta flokkinn. Honum finnast vínberin súr.

Sigurður Þorsteinsson, 21.11.2016 kl. 20:39

22 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ómar Ragnarsson hefur á löngum tíma gert margt ágætt, okkur til gamans og sjálfum sér til vinsælda og hagnaðar. 

En svo snérist hann skyndilega gegn landanum og uppbyggingu manlífs á austfjörðum, þá varð einskonar bilun, annað hvort í þjóðarsálinni eða honum.

Þjóð sem býr í harðbýlu landi bæði af náttúru og mannavöldum, lætur ekki segja sér að það megi ekki leika á tröllin í fjöllunum sér til hagsbóta.

Hinsvegar þá er hvorki hægt að styðja né lasta Ómar hér á þessari síðu hanns, fyrir bunu þvaðri þessa ofvita sem alltaf fær ræpu þá orð hreifast á þessum blöðum og hvað þíðir það???

 

Hrólfur Þ Hraundal, 21.11.2016 kl. 21:49

23 identicon

Sigurður og Hrólfur.  Er einhver þörf á því að níða fólk af því það hefur aðrar skoðannir en þið.  Þessi skrif ykkar hér segja mér miklu meira um ykkur en þá sem þið hér talið niður til,

Brynjar (IP-tala skráð) 23.11.2016 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband