Öruggasta heilbrigðisaðgerðin: Að hætta mælingum?

Á grundvelli mælinga og rannsókna eru að koma í ljós vísbendingar um heilbrigðisvandamál af nýjum toga á næstu áratugum, sem muni kosta þjóðir og mannkyn gríðarlegar fjárhæðir.

Nú er svo að sjá af umræðunnni um mælingar og rannsóknir varðandi loftslagsvísindin, að einfaldasta leiðin til þess að leysa þessi heilbrigðismál og flest önnur svipuð mál yrði sennilega að "taka Trump á þau".

Skera stórlega niður eða leggja jafnvel niður allar mælingar á fólki, svo sem að mæla þyngd, blóðþrýsting, púls, samsetningu blóðs og þvags o. s. frv.

Margt myndi vinnast með þessu:

Stórfelldur sparnaður í heilbrigðiskerfinu þar sem hægt væri spara milljarða með því að segja upp því fólki sem stundar mælingarnar.

Þegar mælingarnar hverfa hverfa verða líka öll gögn í sama fari og þau voru áður en tekinn var Trump á þau, og engin ný gögn munu tákna að ekkert verður að neinum.

Hitinn verður til dæmis aldrei neitt vandamál eftir að búið er að henda hitamælinum og heldur ekki önnur heilsufarsatriði þegar búið er að leggja af notkun og rekstur og viðhald hvers kyns mæla og rándýrra og mannfrekra skoðunartækja.

Í Bandaríkjunum verður kjörorðið "make America great again!" víkkað út í "make Americans great again!"

Og miðað við þá staðhæfingu Trumps að enginn viti hvort loftslag sé að hlýna verður hægt að segja að enginn viti hvort nokkuð sé að heilsu nokkurs manns og þar með sé ekki hægt að afsanna að þjóðin sé og verði sú heilsuhraustasta í sögu mannkynsins.

Íslendingar sönnuðu þetta með tímamótaaðferð um síðustu aldamót þegar þeir "tóku Trump á ástand umhverfismála hér á landi og skiluðu í skýrslu til Sameinuðu þjóðirnar um "ástand jarðvegs og gróðurs á Íslandi":  N/A.

Sem hafði þau áhrif á skýrsluna að með því að leyna skussaniðurstöðunni, sem íslenskur umhverfisverðlaunahafi Norðurlandsráðs hafði komist að skömmu áður, komst Ísland í röð efstu þjóða í umhverfismálum!   


mbl.is Afrita loftslagsgögn af ótta við Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hefur hvarflað að þér að þeir séu að vista þessi gögn af því að þeir ætla sjalfir að láta eitthvað af þessu hverfa? Þeir sem setja fram gögnin eiga best heimangengt að eyða þeim. Örugglega ýmislegt sem stenst ekki nánari skoðun myndi ég ætla.

Þetta er svo ótrúlegur spuni og vænisýkisáróður að maður veit varla hvirt maður á að hlæja eða gráta. Internetið gleymir reyndar engu, ef út í það er farið. Allir almannatenglar og spunaverksmiðjur vinna núná yfirsnúningi af ótta við Trump og til að vekja tortryggni í garð hans.

Og þú gleypir að sjálfsögðu við þessu öllu eins og nýju neti.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.12.2016 kl. 02:34

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu er þetta ekki vænisýki:

"Trump hef­ur lýst því yfir að hann telji lofts­lags­breyt­ing­ar vera kín­verskt "gabb" ...."

Þorsteinn Briem, 14.12.2016 kl. 04:15

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrir tveimur árum fékk ég að sjá hjá miklum kuldatrúarmanni "gögn", loftmyndir af hafísnum á Norðurskautinu, sem áttu að sýna að hann færi hratt vaxandi og að "hröð kólnun" væri að skella á á jörðinni. 

Mér var sagt frá hvaða "virtu vísindamenn" söfnuðu þessum gögnum og dreifðu þeim. 

Nú sér maður að Trump sækir helst í að hafa þá í lykilstöðum varðandi þær stórminnkuðu rannsóknir, sem hann vill koma á í þessum efnum. 

Síðan mér voru sýnd þessi "óyggjandi gögn"  eru liðnir tveir vetur með hafísnum fjær Íslandsströndum en nokkru sinni fyrr. Hvað hefur þá orðið af öllum þessum mikla og vaxandi ísi sem mér var sýndur?

Ekki streymir hann suður með Grænlandi að vestanverðu. Ekki veldur hann hinum mikla hita, sem hefur verið á Svalbarða. 

Ég horfi með eigin augum á íslensku jöklana bráðna ár frá ári, þrátt fyrir hina "hröðu kólnun." 

Ég horfi úr flugvélinni sem ég flýg á Jökulsárlón vera að breytast hratt í fjörð. 

Ég horfi út um gluggann hjá mér og sé enn jörð, sem aðeins féll smá snjóföl á morgunstund í haust, en hefur að öðru leyti verið auð og er enn auð þegar komið er að jólum. 

Það er að vísu rétt, að tímabundið ástand á einstökum litlum hlutum jarðarinnar segi ekki alla sögu um loftslag og breytingar á hita sjávar. 

Ég get ekki sjálfur bragðað á sjónum til að sannreyna súrnun hans, sem er atriði sem undarlega lítið er talað um. 

Nú vantar loðnuna, og íslenskir vísindamenn telja hlýnun sjávar við norðanvert landið stóran hluta af skýringunni.

En Trumpararnir þræta fyrir slíkt.  

Makríllinn kominn í staðinn og Trumpararnir þræta fyrir að það sé í neinu sambandi við hlýnun jarðar. 

Kannski fæ ég næst að vita hjá kuldatrúarmanninum að mælingar á efnasamsetningu sjávar séu falsaðar og að þvert á móti sé ekki um neina súrnun að ræða. 

Að mælingar NASA og Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar séu með falsaðar niðurstöður. 

Ég er sammála því að tortryggnin í garð Trumps og hans kuldatrúarhjarðar virðist sjúkleg. 

En baráttan gegn viðurkenningu á niðurstöðum mælinga er líka sjúkleg. 

Ómar Ragnarsson, 14.12.2016 kl. 09:06

4 identicon

Við tökum MAST á hlutina hér heima Ómar. Þú þarft ekki að fara alla leið til Bandaríkjanna.  Auðvitað er best að hætta öllum þessum mælingum sem ekki skila neinu nema pappírsflóði.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/12/05/vilja_upplysingar_fra_mast/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.12.2016 kl. 09:13

5 identicon

Sæll Ómar.

Flestir segðu að þú hafir sleppt öllum beygjunum í Kömbunum
í þessum pistli þínum en það er öðru nær.

Hér er komin uppskrift að því hvernig við helst náum
að vernda fjölmenningarsamfélagið og búa í haginn fyrir
þær tugþúsundir sem koma á næstu 3 árum.

Það er plagsiður Íslendinga að elta allar læknastofur sem
þeir geta fundið því flestir þeirra hafa hvort eð er ekkert
annað að gera.

Sá kjarni sem Ísland framtíðarinnar samanstendur af verður einmitt
það fjölmenningarsamfélag sem nú er að skapast og Íslendingar
eru þegar það úrkynjaðir að þeir hafa ekkert með frekarilæknisþjónustu að gera og þessi aðferð tryggir að dugandi fólk
taki við sem allra fyrst.

Við eigum að vernda fjölmenningarsamfélagið og ég vil
fá þennan pistil þinn óbreyttan sem lög frá Alþingi
sem allra fyrst.

Stöndum vörð um fjölmenningarsamfélagið,
verndum fjölmenningarsamfélagið!

Húsari. (IP-tala skráð) 14.12.2016 kl. 11:17

6 identicon

Mælingar sýna að hiti hefur hækkað á jörðinni og fólk hefur stækkað. Mælingarnar sýna ekki að hlýnunin sé af manna völdum né að stækkunin sé vegna hlýnunarinnar.

En ef hæðarmælingar hefðu þann eina tilgang að finna hverjum ætti að gefa vaxtarhemjandi lyf til að lækka meðalhita á jörðinni væri eins gott að hætta þeim mælingum. Það kólnar sennilega ekkert þó öllum börnum væru gefin vaxtarheftandi lyf.

Davíð12 (IP-tala skráð) 14.12.2016 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband