Ólíkt höfumst við að.

Ákvörðun bandarískra og kandaískra ráðamanna um bann við vinnslu olíu og gass á stóru svæði í Norður-Íshafi og Atlantshafi stingur í stúf við þá stefnu sem við Íslendingar höfum fylgt í þessum efnum í meira en fimmtán ár.

Á sama tíma og það verður talið erfitt fyrir Donald Trump að snúa ákvörðun Kananna við höfum við hins vegar gengið svo tryggilega frá okkar olíuvinnslustefnu, að olíugróðapungarnir geti haldið því fram að ógerlegt verði að breyta henni. 

Það var nefnilega í tíð ríkisstjórnar Sjalla og Framsóknar sem hljóðlega og án nokkurrar bitastæðrar umræðu var ákveðið að leggja drög að því að Íslendingar yrðu olíuframleiðsluþjóð. 

Eitt af síðustu verkum vinstri stjórnarinnar 2009-2013 var síðan að gera bindandi samkomulag við erlend fyrirtæki um að heimila þeim bæði rannsóknir og vinnslu olíu á Drekasvæðinu, og í annað sinn var svona örlagarík ákvörðun tekin án nokkurrar bitastæðrar athugunar né umræðu um þessa stefnumörkun. 

Össur Skarphéðinsson stærði sig meira að segja af því að vera orðinn okkurs konar olíumálaráðherra landsins og Steingrímur J. Sigfússon gekk frá samningunum um þetta.

Raunar hafði Kolbrún Halldórsdóttir lagst gegn þessari stefnu á stuttri valdatíð sinni í umhverfisráðuneytinu á útmánuðum 2009, en var harðlega refsað í prófkjöri flokks síns og hraktist úr stjórnmálum.

Á vegum Samfylkingarinnar voru haldin tvö vönduð málþing um þetta í fyrra þar sem málið sást í alveg nýju ljósi og niðurstaðan var ótvíræð: Íslendingar ættu að breyta stefnu sinni.

 

Jafnaðarmannaflokkkur gæti ekki verið þekktur fyrir að hafa umhverfisfjandsamlega rányrkju á stefnuskrá sinni.

Á landsfundi í framhaldinu var nýja stefnan samþykkt og kom jafnvel fram í umræðum um málið, að flokkurinn ætti að biðjast afsökunar á því að hafa átt þátt í því hvernig komið væri málum.

Lögð var fram tillaga um að fresta málinu og vísa því til næsta flokksstjórnarfundar en það var fellt, enda hefði slíkt gefið möguleika til þess að drepa málinu á dreif.

 

Í fréttum í Morgunblaðinu hefur komið fram að íslenska ríkið hafi hafnað því að kaupa Grímsstaði á Fjöllum og í útvarpsfréttum í kvöld kemur fram að breski auðkýfingurinn, sem keypti meira en 2/3 jarðarinnar og sagt er að sé annt um íslenska laxastofninn, sé harðlega gagnrýndur af umhverfissamtökum í Bretlandi fyrir fjárfestingar í olíuiðnaðinum.

Allt sýnir ofangreint hvernig algert kæruleysi og skammgróðahugsun sem ógnar hagsmunum komandi kynslóða, hefur gegnsýrt gerðir okkar í þessum málum og gerir enn.

Um gerðir okkar annars vegar og ráðamanna þjóða Norður-Ameríku hins vegar gildir, að ólíkt höfumst við að.  


mbl.is Obama bannar olíuvinnslu í norðurhöfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég þekkti þessi mál vel vestur í Alaska og var því hissa á þessum barnalegu ákvörðunum ráðherra hér. Alaska/alríkið (en alríkið á minnir rúm 60% af Alaska) bauð fyrst út rannsóknar-heimild/boranir og var mikil leyndardómur í því það mikill að menn byggðu yfir borturnana.

Þegar þetta tímabil var búið þá voru þessir ferhyrningar sem voru allir númeraðir boðnir út til vinnslu og það var einhvað sem heimurinn fylgdist með. Hitt er fáheyrt nema í kommúnistaríkjum.

Valdimar Samúelsson, 21.12.2016 kl. 20:02

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á heimasíðu Pírata er hægt að nálgast umhverfisstefnu flokksins sem fjallar meðal annars um loftslagsmálin."

"Eru Píratar með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu?

"Ísland á að taka skýra afstöðu gegn frekari olíuleit og olíuvinnslu í efnahagslögsögunni.""

Þorsteinn Briem, 21.12.2016 kl. 20:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á heimasíðu Vinstri grænna er hægt að nálgast stefnu flokksins um umhverfis- og loftslagsmál.

Eru Vinstri grænir með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu?

"Ísland á að beita sér fyrir því að jarðefnaeldsneyti verði ekki unnið á Norðurslóðum."

Þorsteinn Briem, 21.12.2016 kl. 20:13

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á heimasíðu Samfylkingarinnar er hægt að nálgast stefnu flokksins í meðal annars loftslagsmálum undir Umhverfismál.

Er Samfylkingin með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu?

"Vinnsla jarðefnaeldsneytis á íslensku hafsvæði er í ósamræmi við hagsmuni Íslendinga í loftslagsmálum."

"Samfylkingin telur að Ísland ætti að lýsa því yfir að Íslendingar hyggist ekki nýta hugsanlega jarðefnaorkukosti í lögsögu sinni.

Slík yfirlýsing yrði hluti af framlagi Íslendinga til heildarsamkomulags um aðgerðir gegn loftslagsvá."

Þorsteinn Briem, 21.12.2016 kl. 20:13

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á heimasíðu Bjartrar framtíðar er hægt að nálgast umhverfisstefnu flokksins sem fjallar meðal annars um loftslagsmálin."

Er Björt framtíð með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu?

"Ísland hefji aldrei vinnslu jarðefnaeldsneytis."

Þorsteinn Briem, 21.12.2016 kl. 20:14

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður veit ekki til þess að vinnanleg olía sé við Jan Mayen, Ísland, Grænland og Færeyjar.

Þorsteinn Briem, 21.12.2016 kl. 20:16

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Steini voru þá vinstri grænir að vinna gegn stefnu sinni um loftslagsmál eins og stefna varðandi ESB á sínum tíma. 

Valdimar Samúelsson, 21.12.2016 kl. 21:01

9 identicon

Allt er falt í landi gróðafíknar og smákónga

Anna (IP-tala skráð) 22.12.2016 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband