Grundvöllur stefnunnar: Hægt og bítandi í hálfa öld og áfram.

Í þættinum 60 minutes fyrir nokkrum árum var farið í heimsókn til Vesturbakkans og Jerúsalem til að líta á það sem þar gerðist, hægt og hljóðlega. 

Það fólst í hægfara yfirtöku Ísraelsmanna á eignum Palestínumanna, ýmist svonefndum landnemabyggðum Ísraelsmanna en ekki síður því, að sölsa undir sig húseignir Palestínumanna við fráfall eigendanna. 

Síðan Ísraelsmenn hernámu byggðir Palestínumanna 1967 og hafa síðan drottnað þar á ólöglegan hátt gagnvart alþjóðalögum í hálfa öld á næsta ári hefur verið í gangi áætlun um að leggja allar landareignir og húseignir smátt og smátt undir Ísraelsmenn.

Dropinn holar steininn segir máltækið og það sést vel á fjöldanum, hálfri milljón, sem nefnd er í tengdri frétt.

60 minutes er bandarískur sjónvarpsþáttur, sem hefur notið virðingar, meðal annars fyrir það að rísa undir því að skoða sum mál, sem ekki er vel séð hjá ráðandi öflum vestra að séu nefnd.  


mbl.is Skellur fyrir stefnu Ísraela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki fór það heldur hátt þegar nánast allir Gyðingar hrökluðust burt frá löndum Araba í Austurlöndum nær og N-Afríku.

Gyðingar hafa búið í Alexandríu frá stofnun þeirrar borgar og í núverandi Írak frá herleiðingunni til Babílon. Ég leyfi mér að fullyrða að þar finnist enginn Gyðingur lengur.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 25.12.2016 kl. 17:07

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Smjörklípa er hugtak sem Davíð Oddsson kom í umferð og er notað yfir þá aðferð í opinberri umræðu að beina athyglinni frá eigin vandamálum eða athöfnum með því að benda á eitthvað annað bitastæðara.

Hugtakið er rakið til Kastljóssþáttar 3. september 2006 en þar var Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri spurður um aðferðir sem hefðu gagnast honum í pólitík.

Hann sagði þá sögu af frænku sinni fyrir vestan sem hafði þann sið að klína smá smjörklípu á heimilisköttinn þegar þörf var á að halda honum uppteknum í smá tíma.

Smjörklípuaðferðin
er nátengd orðum Megasar: "Svo skal böl bæta að benda á annað verra.""

Þorsteinn Briem, 25.12.2016 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband