2007 í fullu veldi, að tífalda allt á ofsahraða!

Nú eru menn búnir að gleyma því hvert gullæðið fyrir 2008 leiddi okkur. Á 2006 til 2007 héldu menn því ekki aðeins fram að íslenska "efnahagsundrið" fælist í snilli ofurmenna, sem hefðu fundið upp alveg ný lögmál fjármála og hagfræði, heldur hvöttu sumir, svo sem Hannes Hólmsteinn í "að bæta í" af enn meiri ákafa en áður.

Þegar farið er yfir það sem til stendur núna í laxeldinu hér á landi, meðal annars að tífalda framleiðsluna á metttíma í gull- og græðgisæði sem gefur bankabólunni og því sem fólst í samheitinu 2007 ekkert eftir, blasir nakin gróðafíknin við í öllu sínu veldi. 

Árið 2006 munaði hársbreidd að hið uppblásna og hátimbraða "snilldar"-bankakerfi hryndi, en viðbrögð við því að sleppa naumlega með allar aðvörunarbjöllurnar hringjandi voru aðeins þau "að bæta í" og tryggja með því að Hrunið, sem á eftir fór, yrði sem allra hrikalegast. 

Í ofanálag við stórhættu á óförum vegna mengunar og annars, sem fer úrskeiðis í laxeldinu í Noregi ætla menn að endurtaka það, sem gerst hefur þar í landi, að örfá stórfyrirtæki og auðmenn verði fljót að sölsa laxeldið hér á landi undir sig og verða svipaðir greifar og kvótagreifarnir í fiskveiðunum.   

Tífalda! Tífalda! Tífalda! Hver ósköpin liggur svona á? Og alveg eins og í stóriðjuæðinu að réttlæta hvað sem er með því að það sé eina færa leiðin til að "bjarga landsbyggðinni"?


mbl.is „Við erum að feta í fótspor feigðarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að menn skuli ekki fara að ráðum þínum, að hugsa smátt og láta sér nægja að selja túristum aðgang að kömrum, er ótrúlegt...

Hræðsla þín við 2008 er svo mikil að þú sérð 2007 í öllum hornum. Þú hefur verið skjálfandi á beinunum síðan þú sást tvo byggingakrana í sama hverfinu fyrir 2 árm síðan. Jafnvel smábörn vita það að detti maður þá stendur maður upp, jafnvel þó maður gæti dottið aftur.

Vagn (IP-tala skráð) 27.1.2017 kl. 23:35

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Mikið mark takandi á nafnleysingjunum hér.....kiss

Ragna Birgisdóttir, 28.1.2017 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband