Eiga "40 þúsund fífl" að fara aftur til Parísar?

Andtstæðingar aðgerða í umhverfismálum segja að allur hinn mikli undirbúningur Parísarfundarins 2015 og fundurinn sjálfur hafi falist í að 40 þúsund fífl hafi farið þangað til að ljúka vinnunni. 

Ef það er skoðun Trumps og þessara fylgismanna hans í umhverfismálum að vinnan við Parísarsamkomulagið hafi verið unnin af 40 þúsund fíflum, er augljós mótsögn í því að það eigi að fara að byrja á öllu upp á nýtt til þess að þjóna hagsmunum umhverfisafturhaldsmanna í Bandaríkjunum. 

Rússland er mjög háð framleiðslu og sölu á olíu og gasi. Því er ekki furða að Pútín lýsi yfir skilningi á afstöðu Trumps og vilja til að skera þetta samkomulag "fíflanna" niður við trog. 


mbl.is Hvetur ríki heims til að vinna með Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Trump verður nú ekki forseti Bandaríkjanna áratugum saman.

Eins og naut í gríðarstóru flagi í Hádegismóum og gæti þess vegna hrakist fljótlega úr embættinu.

Þorsteinn Briem, 2.6.2017 kl. 21:24

2 identicon

Mér þykir ólíklegt að Trump verði rekinn "impeachment". Það kæmi mér hinsvegar ekki á óvart að hann hætti af heilsufarslegum ástæðum. Starfið er honum ofvaxið, honum líður ekki vel og notar líklega mikið af lyfjum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.6.2017 kl. 21:42

4 identicon

Það er sama hvernig þú hamast á hálendinu (með valtara í eftirdragi) Ómar.

Parísarsamkomulagið er dauður bókstafur, uppblásin einskisverð aflátssala glópahlýnunargervivísindanna. Minnisvarði um siðleysingjann Barack Hussein Obama.

Viðbrögð Wall Street við Clexit hjá Trump sýna glögglega að þetta var hárrétt ákvörðun hjá forseta Bandaríkjanna.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.6.2017 kl. 00:20

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

HAARP er ekki umræðuefnið?

Hvers vegna er það eitur ekki umræðuefni út um allan fjölmiðlanna stýrandi heiminn?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.6.2017 kl. 00:21

6 identicon

Anna Sigríður það má ekki minnast a svona lagað

https://www.youtube.com/watch?v=yBGuNDFljHw

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 4.6.2017 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband