Torfbæirnir og bær Bakkabræðra höfðu yfirburði yfir Orkuveituhúsið.

Sennilega er hús Orkuveitunnar mesta endemis hús sem reist hefur verið á Íslandi og þó víðar væri leitað. 

Strax í upphaf sáust helstu gallarnir, sem hafa komið í ljós síðan þá og eru lýsandi fyrir bruðlið, sem var í gangi: 

Húsið er alltof stórt og dýrt. Meira að segja Parkinsonlögmálið þess efnis að starfsemi húsa leitist við að fylla þau, gildir ekki í þessu mesta monthúsi álfunnar. 

Jafnvel ekki þótt farið hefði verið í fiskeldi, sem hugmynd var um að setja þar á stofn. 

Húsið er mjóst neðst og breikkar eftir því sem ofar dregur. Ef það yrði hækkað myndi það á endanum yfirskyggja allt Ísland. Fræðilega hægt að hækka það þar til það yfirskyggði hálfa jörðina.

Þessi endemi eiga áreiðanlega sinn þátt í því að húsið riðar í miklum vindi svo að fólk fái jafnvel sjóriðu.

Nú er ljóst að stór hluti hússins var þegar orðinn gjörónýtur á aðeins áratug!  

Í samanburði við gömlu torfbæina hafa torbæirnir margfalda yfirburði yfir Orkuveituhúsið, allt að tífalda yfirburði!

Meira að segja hinn gluggalausi bær Bakkabræðra hafði yfirburði, því að það var þó hægt að gera á hann glugga!  

Kostnaðurinn vegna þessa viðundurs sem Orkuveituhúsið er, verður á þriðja milljarð króna hið minnsta.

Það eru þó smámunir miðað við bruðlið og rányrkjuna á Hellisheiði, þar sem reist var tiu sinnum stærri virkjun en nam því að orkan væri endurnýjanleg og virkjunin sjálfbær.

Þar verður um að ræða hundruð milljarða tjón áður en yfir lýkur.

Þeir helstu sem stóðu að þessum ósköpum öllum hafa forðað sér og prýðis fólk, sem ekki stóð að þessu rugli, þarf að standa í því að berjast við óheyrilegan vanda.  


mbl.is Ein hugmyndin að rífa húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hver ber ábyrgðina og hver ber kostnaðinn?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.8.2017 kl. 21:55

2 Smámynd: Már Elíson

Og hver mun víkja fyrir sukkið ? - Sukkið sem allir sáu nema þeir sem framkvæmdu, því þeim er þetta eiginlegt í innræti. - Meiru glæpamennirnir. - Hvaða flokkur ber ábyrgð á þessu ?

Már Elíson, 25.8.2017 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband