Kosningar ala 1979 og 2009. Framsókn með lúmsk sterka stöðu?

Hin flókna staða, sem komin er upp í íslenskum stjórnmálum, líkist mjög því sem gerðist í september 1979 og janúar 2009. 

Í bæði skiptin var gripið til þess að halda kosningar hið fyrsta til þess að stjórnmálamennirnir fengju nýtt og ferskt umboð, en í millitíðinni sat minnihlutastjórn sem varin var vantrausti. 

Kosið var í desember 1979 og apríl 2009. 

2009 urðu úrslit kosninganna afgerandi og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sat út kjörtímabilið, að vísu með lemstrað og tæpt fylgi þegar á leið. 

1979 varð hins vegar einhver erfiðasta stjórnarkreppa lýðveldissögunnar, sem endaði þó með óvæntri myndun stjórnar Gunnars Thoroddsens. 

1988 féll ríkisstjórn þriggja flokka í frægri beinni útsendingu á Stöð 2 eftir að hafa setið í aðeins rúmt ár, en engu að síður tókst að mynda nýja ríkisstjórn án þess að ganga til kosninga. 

Svo var að heyra á Sigurði Inga Jóhannssyni í dag að til greina gæti komið að verja minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar vantrausti, og aldrei er að vita nema að Sigurður Ingi og flokkur hans lumi á lúmsk sterkri stöðu, einkum vegna frammistöðu hans sem forsætisráðherra í fyrra, sem kom á óvart og aflaði honum ákveðins trausts.  

 

 


mbl.is „Ekki lengra gengið að sinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn er að sjálfsögðu í mjög sterkri stöðu þegar enginn flokkur á Alþingi vill vinna með flokknum, nema Sjálfstæðisflokkurinn.

Viðreisn vill nýjar alþingiskosningar.

Þorsteinn Briem, 15.9.2017 kl. 15:20

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sigurður Ingi og flokkur hans lumi á lúmsk sterkri stöðu, einkum vegna frammistöðu hans sem forsætisráðherra í fyrra, sem kom á óvart og aflaði honum ákveðins trausts."

Þín skoðun en ekki staðreynd, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 15.9.2017 kl. 15:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson var búinn að vera forsætisráðherra hátt í fjóra mánuði:

25.7.2016:

"Framsóknarflokkurinn mælist með 8,3%."

Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar 7. apríl 2016

Framsóknarflokkurinn fékk 11,5% atkvæða í alþingiskosningunum í haust og fylgi flokksins hefur ekki verið minna í alþingiskosningum í hundrað ára sögu hans.

Hvaða flokkar mynduðu svo ríkisstjórn eftir kosningarnar í haust og hverjir höfðu engan áhuga á að mynda ríkistjórn með Framsóknarflokknum?!

Sigurður Ingi Jóhannsson hefur því ekkert gert fyrir Framsóknarflokkinn.

Og heldur uppi sama ruglinu um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem skilar heldur ekki nokkrum árangri fyrir flokkinn.

8.10.2015:

"Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og flug­vall­ar­vin­ir fengju 4,4% at­kvæða sam­kvæmt könn­un­inni sem unn­in er af Gallup fyr­ir Viðskipta­blaðið."

Steini Briem, 25.5.2017

Þorsteinn Briem, 15.9.2017 kl. 15:27

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fróðlegt er að heyra Steina halda því fram að fylgistap Framsóknarflokksins í fyrra hafi verið Sigurðu Inga Jóhannssyni að kenna. 

Þessu halda nefnilega bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hans aðdáendur og fylgismenn fram, og bæta um betur og fullyrða að hefði SDG setið áfram hefði Framsóknarflokkurinn unnið stórsigur. 

Þá er skautað fram hjá því að fylgi flokksins hrundi niður í það minnsta sem hann hefur fengið á landsvísu. 

Fylgið klifraði þó upp úr eins stafs tölu í 11,5% í Alþingiskosningunum. 

Ómar Ragnarsson, 16.9.2017 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband