Jafn snöggt og "óvænt" og stjórnarslitin haustið 1979.

Einhver óvæntustu stjórnarslit íslenskrar stjórnmálasögu urðu á svipuðum árstíma og nú haustið 1979, þegar fundur Alþýðuflokkskvenna í Reykjavík ályktaði um kvöldmatarleytið síðla septemberdags að slíta ætti stjórnarsamstarfi þess flokks við Framsóknarflokk og Alþýðubandalag. 

Þessi ályktun kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, rétt eins og "leyndarhyggjumálið" kom í gær. 

Vinstri stjórnin, sem mynduð var 1978,  hafði að vísu átt í miklum vandræðum vegna ágreinings stjórnarflokkanna allt frá myndun hennar rúmu ári fyrr, en um sumarið 1979 töldu þó flestir að eftir samþykkt svonefndra Ólafslaga um vorið, væri búið að leysa erfiðustu málin og fyrir lægi að leggja fram fjárlagafrumvarp og hefja eðlileg þingstörf. 

En allt í einu, á einni kvöldstund, kom í ljós, að tíðindaleysið í stjórnmálunum sumarið 1979 hafði aðeins verið lognið á undan storminum. 

Ályktunin, sem sprengdi ríkisstjórnina, var samþykkt þegar formaður Alþýðuflokksins var erlendis, og af stað fór atburðarás, sem var nokkurn vegin jafn ófyrirsjáanleg og sú atburðarás sem fór af stað eftir að Panamaskjölin komust í hámæli í fyrra: Óróatími á stjórnmálasviðinu með nýjum kosningum. 

Hvað gerist nú í haust er álíka óvíst og það sem gerðist 2016 og 1979.


mbl.is Slíta samstarfi við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem er sérstakt við þessi stjórnarslit er að það gerðist ekki vegna pólitískra ályktana, heldur vegna svívirðilegra framkomu við varnarlaus flóttabörn og vegna samkenndar og umhyggju með barnaníðingum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.9.2017 kl. 10:50

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, Ómar, við gamlingjar erum orðin sjóuð í að þola þessar uppákomur, sem yfirleitt hafa ekki skipt sköpum og þjóðin lifað af.  Hins vegar hefur Dr.Haukur ekki alveg rétt fyrir sér um varnarlaus flóttabörn; væru þau ein á ferð en ekki í faðmi fjölskyldu sinnar hefðu góðviljaðir einstaklingar annað hvort tekið þau í fóstur eða ættleitt.  Þetta með lagafyrirbærið "uppreist æru" stóð svo til að leggja af.  Svo frekar var það afsökun en ekki ástæða, enda hékk ríkisstjórnin á naumum meirihluta frá upphafi.

Kolbrún Hilmars, 15.9.2017 kl. 12:35

3 identicon

Kolbrún Hilmars (12:35) "...en ekki í faðmi fjölskyldu sinnar...." Faðmur, sem getur ekki veitt skjól eða öryggi. Foreldrar eða foreldri á flótta, alsnautt á götunni, algjörlega háð hjálp annara. Þú er líklega ekki móðir Kolbrún og getur ekki sett þig í spor hælisleitanda með lítil börn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.9.2017 kl. 12:49

4 identicon

Haukur - getur þú sagt okkur hvernig þessar snauðu fjölskyldur komust til Ísland.
Veistu hvað það kostar að fara frá Nígeríu eða Afganistan til Íslands? Þú ferð ekki fótgangandi og því síður vegabréfslaus.

Snauðir flóttamenn eru í tjaldbúðum við landamæri heimalandsins og eiga ekki bót fyrir afturendann á sér. Það eru flóttamenn.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 15.9.2017 kl. 13:30

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hélt að milljónir flóttamanna frá öðrum heimsálfum hefðu sest að í Bandaríkjunum síðastliðnar aldir.

Þorsteinn Briem, 15.9.2017 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband