Til hamingju! Auðvelt að þyngjast aftur. 2 gr. á dag = 37 kíló á 50 árum

Ekki er aðeins ástæða til að óska Guðmundi Andra Thorssyni til hamingju með tíu kilóa léttingu heldur ekki síður fyrir að skrifa, eins og hans var von og vísa, áhugaverðan pistil. 

Við það sem hann segir má bæta því, að afar mikilvægt að borða ekki nema vita um fjölda hitaeininga og gramma af fitu og kolvetnum, áður en neytt er. 

Offitan er lúmsk. Það sýnist ekki mikið að þyngjast um þrjú örlítil grömm á dag en það þýðir samt 730 grömmm á ári, 7,5 kíló á hverjum tíu árum og 37 kíló á 50 árum. 

Þegar ég var 25 ára árið 1965 var ég um 65 kíló en þyngdist eftir það um eitt kíló á ári og var orðinn 80 kíló árið 1980. 

Þá fór í hönd langt tímabil þar sem þyngdin stóð að mestu leyti í stað, og náðist sá árangur fyrst og fremst með jafnri og stöðugri líkamsrækt og hreyfingu og nægilegu aðhaldi í mataræði. 

Eftir að hnén voru orðin uppslitin 2005 var mér bannað að hlaupa, en ekki bannað að hlaupa í spik. Og það var eins og við manninn mælt að við tók þynging upp í 92 kíló árið 2008. 

Skipti engu þótt ég "læddist hratt" reglulega með því að hlaupa upp 4 hæðir í stiga og stunda hraðgöngur, því að efnaskipti líkamans breytast með aldrinum og fyrra mataræði var of fitandi. 

2008 fékk ég lifrarbrest vegna ofnæmis fyrir sýklalyfinu Augmentin og bresturinn olli ofsakláða með tilheyrandi svefnleysi í þrjá mánuði þar sem lifrin gat ekki unnið úr svo mörgu nauðsynlegu, svo sem fitu. 

En án fitu heldur enginn maður þrótti né heilsu. 

Í lok lifrarbrestsins var ég orðinn 16 kílóum léttari og búinn að missa 40 þrósent af blóðinu. 

Þá tók við alveg nýtt ástand, sem eftir pyntingar ofsakláðans gerðu það að verkum að ein af stærstu "nýju" upplifununum var sú að geta étið hvað sem mig langaði í!

Og hér kem ég að því varasamasta: Það er skelfilegt hvað maður gerur verið fljótur að þyngjast eftir að hafa létt sig. Og þetta hefur gerst allt of oft. 

Á innan við ári hafði ég bætt öllum töpuðu kílóunum á mig aftur, kominn aftur í 92 kíló. 

Síðasta mánuð hef ég orðið að liggja að mestu leyti í rúmi við að vinna á bráðri blóðeitrun í fæti. 

Má ekki hlaupa og verð að takmarka eins og unnt er að ganga eða vera uppréttur. 

Engin stigahlaup, engar hraðgöngur, takk fyrir! 

Það er til formúla varðandi offitu og svonefnda "kjörþyngd".  Ég er 1,81 og ef ég fer yfir 97 kíló telst ég glíma við offitu, en yfir 83 kílóum telst ég yfir kjörþyngd. og færðar hafa verið líkur að því að fyrir gamalt fólk sé kannski ágætt að vera nokkrum kílóum yfir kjörþyngd. 

Nú þykir líklegt eftir rannsóknir að sætuefni stórauki líkurnar á Alzheimer eða elliglöpum. 

Það fór það líka. 

Vegna blóðeitrunarinnar var gerð blóðsykursmæling á mér og blóðið einnig skoðað til að útiloka hættu á sykursýki eða blóðtappa, og hvort tveggja var í lagi, sem betur fór. 

En fáðir minn lést úr sykursýki áttræður eftir langvarandi veikindi og ég þarf því að hafa svipað í huga og Guðmundur Andri og tugþúsundir Íslendinga. 

Í súkkulaði er meirihlutinn hrein fita og kolvetni. Aðeins þremur til fimm grömmum of stór skammtur á dag yfir ævina þýðir offita að lokum. 

80 prósent af smjöri er hrein fita!  40 hitaeingar í 100 grömmum af kóki sýnist lítið, en fíklar drekka á undra skömmum tíma úr hálfs lítra flösku, jafnvel tvisvar til fjórum sinnum á dag, og það samsvarar allt að 400 til 800 hitaeiningum á dag, sem er allt að 40% af orkuþörf manns á sólarhring!  

Gott er þegar ákveðið er að "smakka aðeins örlítið" að hafa í huga, hvort inni í því sem verið sé að borða eða drekka séu einmitt þau fáu grömm, sem geta valdið samfelldri þyngingu upp úr öllu valdi. 

Ég hef haldið í horfinu þennan sýkingarmánuð og það gefur von um að geta sett sér Guðmund Andra sem takmark þegar byrja má á stigahlaupunum og hraðgöngunum á ný: Taka af sér 10 kíló! 

 

 


mbl.is Guðmundur Andri léttist um tíu kíló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff, Ómar minn. Það er ekki, og hefur aldrei verið tekið út með sældinni á nokkurn hátt, að vera tilraunadýr Ítalíunnar plastmafíu-skottulæknanna erlendu, hér á fjölmiðla-svaramanna-blekkinga-bekknum fjölmiðlaða, á Íslandi.

Vona að sykursýki tvö sé ekki að hrjá Guðmund Andra Thorsson.

Hann var svo hræðilega ó-líklegur sjálfum sér, með kolsvarta gleraugnaumgjörðina í Silfrinu síðastliðinn sunnudag, þann 3. Desember 2017.

Það er eiginlega allt svo ó-líklegt þessa dagana, sem birtist á opinbera fjölmiðla-skjánum. Túlkanirnar eru eiginlega orðnar frekar ó-líklegar líka, á öllu skjávarps-leikritinu?

Meðan almenningur lætur blekkjast, þá virka blekkingarnar.

Sýslumaður höfuðborgar-alræðisvaldsins bannar heiðarlega gagnrýni á alla jafnt?

Sýslumaður leyfir fjölmiðlaeinelti gagnvart sumum fórnuðum og tilrauna-sorteruðum?

Og allt "gengur bara vel" á Íslandi, eða þannig!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2017 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband