Kleyfhuga ( skizofreni) fíll í glervörubúđ.

Í kosningabaráttu sinni í fyrra lagđi Donald Trump mikla áherslu á ţađ hve röng sú stefna Obama og Hillary Clinton og ţar á undan George W. Bush hefđi veriđ ađ efna međ beinni eđa óbeinni hernađarađstođ til styrjalda í Miđausturlöndum sem hefđu valdiđ slíku manntjóni og stórskađa, ađ öldur ţess hefđu borist í dćmalausum flóttamannastraumi norđur um alla Evrópu og auknum ţrýstingi á innflutning frá ţessum löndum til Bandaríkjanna. 

Trump hafđi ađ vísu mikiđ til síns máls varđandi borgarastríđin í Sýrlandi og Líbíu og innrásina í Írak 2003, en gekk ađ sínum gikkshćtti svo langt ađ stimpla Hillary og Obama sem "stofnendur Íslamska ríksins." 

En nú toppar hann sjálfur flest ţađ sem áđur sem Bandaríkjamenn hafa gert í ţessum heimshluta međ ţví ađ ryđjast eins og fíll inn í glervörubúđ inn í málefni ţjóđanna ţar og viđurkenna Jerúsalem sem höfuđborg Ísraels og hleypa ţar međ öllu í bál og brand. 

Ţótt Gyđingar hafi, illu heilli, veriđ hraktir frá Jerúsalem fyrir tćplega 2000 árum, réttlćtir ţađ ekki ólöglegt hernám ţeirra á borginni, sem er líka helgur stađur múslima og kristinna manna. 

Ísraelsmenn beita einnig svipuđum ađferđum og Rússar gerđu eftir ađ ţeir hernámu Eystrasaltslöndin 1940 og Franco gerđi í Katalóníu 1939, ađ flytja eins og verđa mátti inn Rússa viđ Eystrasalt og Spánverja í Katalóníu í ţví skyni ađ "Rússavćđa" Eystrasaltslönd og "Spánarvćđa" Katalóníu, búa til ć stćrri minnihluta, sem síđar yrđu ađ meirihluta. 

Í Jerúsalem eru stofnađar landnemabyggđir í trássi viđ alţjóđalög og beitt hörđum ađgerđum til ţess ađ Gyđingar komist yfir eins margar fasteignir Araba og mögulegt er, til dćmis viđ uppgjör dánarbúa eđa venjulegar sölur ţessara fasteigna. 

Ef 2000 ára gamlir viđburđir eiga ađ réttlćta innrásir gćtum viđ Íslendingar jafnvel taliđ okkur eiga rétt á ađ ráđast inn á vesturstönd Noregs og heimta til baka ţćr landareignir allar, sem landnámsmenn Íslands flúđu frá undan ofríki Haraldar konungs hárfagra, og ná í tengslum viđ ţađ yfirráđum yfir olíulindunum undan ströndinni. 

Og gera ţá sem nú búa í ţessum strandhéruđum ađ undirokađri hernundri ţjóđ. 

Međ ţví ađ gera Ísraelsmenn ađ herrum Jerúsalem í einu og öllu í viđbót viđ hálfrar aldar ólöglegt hernám ćtlar Trump ađ haga sér eins og fíll í glervörubúđ. 

Og ef Palestínumenn reyna ađ rísa til varnar mun hćttan stóraukast á ţvi ađ í gang fari  svipuđ átök og áđur hafa gerst í Intifada, ţar sem hlutföll manndrápanna verđa 2500 Palestínumenn á móti hverjum 50 Ísraelsmönnum. 

Ađ ekki sé talađ um ţann jarđveg sem ţetta ofbeldi mun valda fyrir hryđjuverkamenn og öfgahópa Múslima sem munu nćrast á reiđinni, sem aukning brota á alţjóđalögum og ályktunum Sameinuđu ţjóđanna mun valda.  


mbl.is Trump varađur viđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Ómar.

Ţađ gćti nú vafist fyrir flestum dauđlegum mönnum
hvor ykkar er fíllinn!

Húsari. (IP-tala skráđ) 5.12.2017 kl. 10:07

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Raunalegt er ađ sjá ţig, ágćti Ómar, beygja ţig fyrir krőfum herskárra múslima, sem aldrei hafa ţó átt Jerúsalem ađ höfuđborg sinni. Sjá nýbirtan pistil minn hér:  

Jerúsalem er höfuđborg Ísraels

Jón Valur Jensson, 5.12.2017 kl. 11:55

3 identicon

Ţađ er nú talsverđur munur á hernađarađgerđum og ađ flytja sendiráđ í ađra byggingu. Ef Hillary vćri núna í Hvíta húsinu ţá vćri örugglega bandaríkst herliđ í Sýrlandi ađ reyna ađ kenna múslimum ađ elska USA

Grímur (IP-tala skráđ) 5.12.2017 kl. 18:54

4 identicon

Ég skil bara ekkert í ţví ađ Írar skuli ekki löngu vera komnir hingađ til ađ endurheimta landiđ sem akasakronikurnar og ýslendingabók segja ţá hafa átt hér fyrir 1200 árum. Og í leiđinni ađ hrekja ţennan andskotans landshornalýđ sem hér hrírist viđ ţraungan kost norđur á Langanes og girđa ţá ţar af.

Ekki eiga ţeir minni rétt til ţess en innrásarţjóđin, studd af brennandi samviskubiti sigurvegaranna,í palestínu frá ţví í stríđslok.

Ţorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráđ) 5.12.2017 kl. 19:21

5 identicon

Gyđingar hafa alla tíđ búiđ í Palestínu og reyndar um öll Miđausturlönd. T.d. var fjölmenn gyđinganýlenda í Alexandríu, allt frá stofnun borgarinnar og fram á miđja 20. öld.

Samkv. gamalli landafrćđibók sem ég á, ţá voru íbúar Jerúsalem 63 ţús. um 1920. Skiptist borgin í fjögur hverfi ţar sem bjuggu "gyđingar, múslimar, kristnir menn og Armenar".

Eftir stríđiđ 1948, ţá hrökluđust allir gyđingar burt af arabísku yfirráđasvćđi, ţ. á m. gamla borgarhlutanum í Jerúsalem.

Í sex daga stríđinu, ţá hvöttu Ísraelsmenn Hussein konung Jórdaníu eindregiđ til ţes ađ sitja hjá og lofuđu ađ láta hann óáreittan. Hann sinnti ţví ekki og réđst inn í Vestur Jerúsalem međ alţekktum afleiđingum.

Hvers vegna? Kannski hefur hann hlustađ á fréttir frá Kairó um "stórkostlega sigra" egypska hersins yfir ţeim ísraelska og ekki viljađ sitja hjá ţegar "kökunni" yrđi skipt.

Hörđur Ţormar (IP-tala skráđ) 5.12.2017 kl. 20:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband