6.12.2017 | 08:39
Svipað fyrirbæri og 1980 og 1944.
Þegar Gunnar Thoroddssen fékk fjóra þingmenn Sjálfstæðisflokksins í lið með sér til að mynda stjórn með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi ríkti nokkur spenna varðandi þetta óvenjulega og umdeilda framtak Gunnars.
Hvað snerti afstöðu almennings kom hins vegar strax í ljós óvenju mikill stuðningur við þessa ríkisstjórn í fyrstu skoðanakönnun og hélst sá stuðningur, ef ég man rétt, vel inn í kjörtímabilið.
Stuðningurinn var langt út fyrir raðir kjósenda þeirra þingmanna, sem mynduðu stjórnarmeirihlutann.
Stjórnin fékk hins vegar á sig mikinn andbyr efnahagslega vegna dæmalauss orkuskorts á heimsmarkaði sem olli jafn dæmalausri verðhækkun á eldsneyti.
Þetta voru afleiðingarnar af klerkabyltningunni í Íran, gíslatöku í sendiráði Bandaríkjamanna og aðgerða Arabaríkjanna í olíusölumálum, sem íslenska ríkisstjórnin gat ekki haft nein áhrif á.
Viðbrögðin voru þau hér heima að fara út í miklar hitaveituframkvæmdir, en ábatinn vegna þeirra skilaði sér ekki alveg strax.
Ég man það frá æsku að Nýsköpunarstjórnin 1944 til 1946 naut hylli, en þá voru engar skoðanakannanir til að staðfesta það.
1944, 1980 og nú voru allar þessar ríkisstjórnir myndaðar eftir óróatímabil í stjórnmálum og stjórnarkreppur.
Sömuleiðis hafði Steingrímur Hermannsson einstaklega mikið fylgi á þeim tíma sem hann var forsætisráðherra.
Mikill stuðningur við ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.