Vökvafleyting hættulegri en hálka. Það verður að útrýma henni.

Ef fimm sentimetra "löglega" djúpt hjólfar er fullt af vatni, myndast skilyrði til þess að breið og slétt dekk farið að fljóta ofan á vatninu. 

Fyrirbrigðið er kallað "aquaplaning" eða "vökvafleyting" og er að því leyti hættulegri en hálka, að ökumaður, sem annars er sæmilega vanur að fást við það þegar bíll skrikar á hálku, veit oft ekki sitt rjúkandi ráð þegar bíllinn byrjar skyndlega að rása, án þess að nokkur viðvörun hafi sést um það að þetta sé að gerast. 

Gott dæmi um vökvafleytingu birtist þegar ávalri steinvölu er kastað lárétt út yfir sléttan vatnsflöt, svo að hún "fleytir kerlingar."  

Fyrir rúmlega tveimur áratugum vöktu myndir af litlum flugvélum, sem flugmenn lentu í snertilendingum á sléttum haffleti á Hofsvík á Kjalarnesi og hófu aftur til flugs.

Hraðinn líklega í kringum 100 km/klst eða ekki langt frá hraða bíla á stofnbrautum. 

Út af þessu varð málarekstur og bar sérfræðingur frá NASA vitni við réttarhöldin og lýsti fyrirbærinu sem gat fleytt flugvélum eftir sléttum vatnsfleti. 

Vökvafleyting bíla á vatni í hjólförum er svipaðs eðlis, en að sjálfsögðu eyðileggur hún alveg möguleika á að stjórna og stýra bílnum, sem getur jafnvel snúist í hring eins og sýnt var í sjónvarpsfréttum fyrir rúmum 30 árum. 

Þetta er lífshættulegt fyrirbæri og að sjálfsögðu eru reglur, sem var breytt til hins verra í kjölfar Hrunsins, fráleitar, áratug síðar þegar hér er einhver mesti efnahagsuppgangur í sögu landsins. 

Að "hafa til skoðunar" að breyta til baka er fráleitt. Það hefði átt að vera búið að breyta þessu fyrir langa löngu. 

 

P.S.  Örn Johnson birtir afar mikilvægara upplýsingar um fleytinguna í athugasemd. 

 

 


mbl.is Ræða um breytta hjólfaradýpt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkv. NASA (Flugmálastjórn Íslands hefur aldrei heyrt á þá minnst) er formúlan ca svona: 9 x kvaðratrótin af psi, i.e. loftþrýstingi í dekkjununum. Dæmi: Bíll með 25 punda loftþrýsting í dekkjum er þá 9 x 5 = 45 og það er hraðinn í sjómílum, kts. eða um 80 km/klst. Þá flýtur bíllinn upp. Sama með flugvélar, fara ekki í gegnum vatnið vegna yfirborðsspennu og fljóta því ofan á.Í tilfellinu sem þú lýsir hér að ofan (ég var annar flugmannana) var hraðinn í kringum 150 km/klst og psi um 25, svo engin hætta var á ferðum þarna eins og sannaði sig.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 25.1.2018 kl. 22:44

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk, takk. Þetta eru mjög dýrmætar upplýsingar. 

Ómar Ragnarsson, 26.1.2018 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband