Lágmark að hafa fjórar í takinu.

Áður hefur því verið lýst hér á blogginu hvers vegna það sé nauðsynlegt fyrir þyrluflugsveit að hafa minnst fimm þyrlur til umráða, líkt og raunin varð hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli á sínum tíma. 

Þetta er fyrst og fremst vegna þess hve þyrlur eru miklu flóknari loftför en flugvélar, þannig að þær þarf miklu meiri tíma til viðhalds en venjulegar flugvélar. 

Þegar um er að ræða að uppfylla flutningsgetu í áætlunarflugi, þar sem forsendan fyrir bókun viðskiptavina hefur verið ákveðin flugvélagerð og þægindi, svo sem á langleiðum, er varasamt þegar vélar til umráða eru aðeins þrjár. 

Það verður að gera ráð fyrir því að ein sé í reglubundinni skoðun og líka fyrir því að önnur kunni að bila. Og þá er bara eftir ein. 

Að vísu er hægt að bjarga í horn með því að nota minni og skammdrægari vélar til að hlaupa í skarðið, en þó er alltaf hætta á að einhverjir farþeganna verði ekki ánægðir með það.  


mbl.is Geta þurft að taka eldsneytisstopp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar. Þetta var fróðlegur flygildanna pistill.

Hvernig verða svo götu-loftfarstækin á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni?

Ég spyr þig að þessu, vegna þess að ég skil ekki deilupólitísku umræðuna um vegaframkvæmdir einkabíla og almennings samgangna (flugbílanna) framtíðarplön á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana.

Fáir Íslandsbúar þekkja loftfaranna möguleika og hindranir betur heldur en þú, Ómar minn.

Og fáir Íslandsbúar eru líklega fáfróðari og forvitnari um þessi ferðamál á jörðu og í lofti þessa dagana heldur en ég.

M.b,kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2018 kl. 21:21

2 identicon

... tiltækar! (fullmikið stress sem fylgir hinu!())

Húsari. (IP-tala skráð) 4.2.2018 kl. 00:02

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar ég var smápatti horfði ég opinmynntur og hrifinn á Baldur Bjarnasen flugvélstjóra hjá Loftleiðum segja okkur strákunum á sunnudagsfundi í YD í KFUM frá því sem væri rétt handan við hornið í flugmálunum.  

Stríðinu var nýlokið og hundruð þúsunda flugmanna flykktust heim úr herþjónustunni. 

Framleiðendur smáflugvéla stóðu fyrir langmesta vexti í flugvélasmíði í sögu Bandaríkjanna og Baldur spáði því að framundan væri alveg nýr samgönguheimur, þar sem fólk ætti sér einkaflugvélar til að fljúga um allar trissur. 

Hann sagði okkur frá flugvélinni Aerocar sem var bæði bíll og flugvél og svínvirkaði, þannig að bílshluti flugvélarinnar dró vængina og aftari hluta skrokksins heim að bílskúrnum.

Og fólk myndi fljúga á einkaþyrlum í borgunum eins og fuglar í fuglabjargi. 

Ekkert af þessu rættist. Þótt Aerocar virkaði fullkomlega vildi enginn kaupa þennan grip, sem er nú á safni. 

Flugvélaverksmiðjurnar fóru flestar á hausinn þegar ljóst varð, að ungu flugmennirnir tóku stofnun fjölskyldu fram yfir óframkvæmanlega draumóra. 

Síðan þetta gerðist eru liðin nær 70 ár og enn er langt í að draumurinn stóri rætist. 

Ómar Ragnarsson, 4.2.2018 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband