Gerbreytt Grímsvatnahlaup. Kominn tími á næsta eldgos?

Sú var tíðin að hlaup úr Grímsvötnum niður í Skeiðará voru stærstu hlaupin undan íslenskum jöklum. Grímsvötn 2.6.18

En gosið í Gjálp norðan Grímsvatna 1996 gerbreytti þessu, vegna hins gríðarmikla bræðsluvatns úr gosinu sem fór niður í Grímsvötn og braust þaðan út rúmum þremur vikum síðar með stærsta hamfaraflóði hér á landi síðan í Kötlugosinu 1918.

Og í þetta sinn var hlaupið ógurlegast í Gígju, vestar á sandinum.  

Þetta varð ekki aðeins síðassta stóra Grímsvatnahlaupið heldur svanasöngur Skeiðarár. 

Skeiðarárjökull hefur hopað svo mikið að þessi jökulsá er horfin og hlaup koma því í Gígju í staðinn. Grímsvötn

En stærsta breytingin er sú að hamfarahlaupið 1996 var svo gríðarlega öflugt, að það reif útfallsleiðina í gegnum jökulinn við austurenda Grímsvatna í sundur og víkkaði það svo mjög, að miklu minni fyrirstaða er þar en áður var, og hlaupin því margfalt minni. 

Efri myndin hér að ofan var tekin yfir Grímsvötnum um miðja aðfararnótt 2. júní úr um 2500 metra hæð. 

Landslagið í botni Grimsvatnadældarinnar er einnig gerbreytt frá því eftir gosin 2004 og 2011. 

Jökullinn, sem sigur að dældinni hefur að mestu kaffært gígana. 

Það liðu sex ár milli gosanna 1998 og 2004, og sjö ár á milli 2004 og langstærsta gossins 2011. 

Nú eru liðin sjö ár, svo að það verður senn kominn tími á þessa virkustu eldstöð landsins.  


mbl.is Von á hlaupi úr Grímsvötnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband