Þjóðsagnakennd ævilok Egils Skallagrímssonar. Sex lygasögur eða fjórar?

Egill Skallagrímsson kemur gjarnan upp í hugann þegar rætt er um Mosfell. Margt í fornsögunum er býsna ýkjukennt og þjóðsagnakennt. 

Dæmi:

Hörður Grímkelsson stökk vopnaður yfir þrefaldan mannhring umhverfis hann. 

Ormur sterki Stórólfsson kastaði hestvegni, fullum af heyi, ásamt hestinum hátt í loft upp. 

Gunnar á Hlíðarenda stökk hæð sína í öllum herklæðum og eigi skemur aftur fyrir sig en fram. 

Örvasa og blindur drap Egill Skallagrímsson tvo þræla, sem hann hafði fengið til að fara með sér út á víðavang við Mosvell og grafa silfur sitt. 

Grettir sterki synti tvö afrekssund um ævina til þess að sækja eld, annað úr Drangey í land og hitt úr skipi i land í vetrarhörku í Noregi. Skálabruni og mannskaði, þar sem hann náði eldinum, varð til þess að hann var gerður að frægasta útlaga Íslandssögunnar. 

 

Af þessum sögum gætu sögurnar af Gretti og af Gunnari á Hlíðarenda verið sannar. 

Sagan af Gunnari þótti fráleit þar til Dick Fosbury varð Ólumpíumeistari í hástökki í Mexíkó 1968 og stökk fyrstur manna ekki aðeins jafn hátt aftur fyrir sig en fram, heldur hærra aftur fyrir sig en fram. 

Nú stekkur nánast enginn afreksmaður í hástökki öðruvísi. 

 


mbl.is Fundu mannvistarleifar frá landnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta er nú ekki mikið. Ósennilegri eru sögurnar sem kallaðar eru Fornaldarsögur Norðurlanda. Annars er ekki lengur litið á Íslendingasögurnar sem óskeikula sagnfræði. Það má kannski gera með Sturlungu enda er þar um samtímasögu að ræða.

Ekki finnst mér rétt að líkja Íslendingasögunum við Fosbury-stílinn í hástökki.

Sæmundur Bjarnason, 23.7.2018 kl. 15:36

2 identicon

Ekki ólíklegt að Dick Fosbury hafi lesið Njálu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.7.2018 kl. 19:27

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrir daga Fosburys hefði það þótt fullkomin fjarstæða að hægt væri að stökkva jafnhátt eða hærra afturábak heldur en áfram. Sem sagt: Útilokað á bakinu. 

Jafn útilokað og öllum fannst að Gunnar á Hlíðarenda gæti hafa gert þetta. 

Þetta er alveg sambærilegt, finnst mér. 

Ómar Ragnarsson, 23.7.2018 kl. 22:32

4 identicon

Sæll Ómar.

Úr kvæði Egils 
um Arinbjörn hersi Þórisson; Arinbjarnarkviðu:

En Hróalds
á höfuðbaðmi
auðs iðgnótt
at ölnum Sifja
sem vin reið
af vegum öllum
á vindskers
víðum potti.

(samantekin: En iðgnótt auðs at ölnum Sifja
reið á höfuðbaðmi Hróalds sem vin af öllum vegum
á víðum botni víðkers)

iðgnótt=gnægt; ölunn Sifjar=hár Sifjar var úr gulli; 
baðmur=tré; vin=fljót

Egill hefði sjálfur viljað standa í sporum hins auðuga Arinbjarnar
og vera það tré sem flóði í alsnægtum úr öllum áttum (af vegum öllum)
og hvaðanæva að>á vindskers/víðum botni.

Húsari. (IP-tala skráð) 23.7.2018 kl. 23:51

5 identicon

allsnægtir' átti að standa þar. (sbr. allur)

Húsari. (IP-tala skráð) 24.7.2018 kl. 00:10

6 Smámynd: Már Elíson

Það er nú margt reyfarakennt, undarlegt, óliklegt og lygilegt í stóru markaðsbókinni, bók sem er reyndar ritskoðuð og breytt meira en nokkurri bók í heiminum. - Er einhver sem vill taka það fyrir og kryfja..?? - Það er nefnilega það. 

Már Elíson, 24.7.2018 kl. 22:04

7 identicon

Ég hef alltaf gengið útfrá því að stökk Gunnars hafi verið langstökk, jafnfætis, án atrennu, þ.e. ekki hástökk.

Það myndi alltaf teljast nokkuð gott að stökkva hæð sína (eða lengd), tæpa 2 metra, í fullum herklæðum...jafnvel með sverð og exi í belti.

En hvað veit ég. Ekki var ég viðstaddur...

Magnús (IP-tala skráð) 25.7.2018 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband