27.7.2018 | 23:54
Hvílíkar móttökur með hlýju og ljósasýningu á Akureyri!
Hvílíkar móttökur var að fá hér á Akureyri í kvöld þegar rennt var inn í bæinn undan sígandi miðnætursól!
Frá hlíðum Súlnanna í vestri og í boga yfir þveran botn Eyjafjarðar var almættið búð að setja upp regnboga og regnbogaský, en að baki glóðu ský í norðri yfir firðinum.
Hitinn verður líklega 13 til 14 stig hér í nótt, svo að gisting á tjaldstæðinu er hreint tilhlökkunarefni.
Ég var sem strákur í sveit á Norðurlandi og sakna æ síðan þess hve "nóttlaus voraldarveröld" nýtur sín miklu lengur og betur en fyrir sunnan.
Ætla að setja lifandi mynd af regnboganum, sem tekin var þegar það var farið að halla i ellefu. Afsakið að efsta myndin fór tvisvar inn á síðuna.
25 stig í Reykjavík ef allt gengur eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.