Þeytti tíu hjóla trukki mörg hundruð metra. Húdd upp eins og tappi.

Já, það er víst ekki ofsögum sagt að krafti hvirfilvinda, ekki bara erlendis heldur líka hér á landi. 

Í minni mér er tvö dæmi. 

Á tíunda áratug síðustu aldar fór hvirfilviindur um Eyjafjallasveit í fárviðri, og gerðist þá það ótrúlega atvik, að snarpur hvirfilbylur eða hnútur lyfti upp tíu hjóla trukki eins og fisi og feykti honum mörg hundruð metra án þess að hann snerti jörðina. 

Bíllinn skall siðan, að því er virtist lóðrétt niður en kom samt flatur niður á hjólin, og hafði samkvæmt því flogið flatur alla þessa leið, upp og síðan niður. 

Hitt atvikið gerðist við Tíðaskarð við vesturenda Esjunnar 1962. 

Bálhvasst var og svo mikil ókyrrð, að þegar við Tómas Grétar Ólason, komum þangað á allstórri Internatioanal smárútu Tómasar Grétars, var óhjákvæmilegt að stansa, því að Tómas réði ekkert við bílinn. 

Þarna sátum við dauðskelkaðir og skyndilega byrjaði bíllinn að hoppa upp og lenda aftur á hjólunum, en þó með smá tilfærslu og snúningi á veginum í hverju hoppi. 

En áður en bíllinn hoppaði út af veginum, kom gríðarlegur hvellur, og við horfðum á eftir "húddinu" á honum skrúfast beint upp eins og tappa væri skotið úr flösku. 

Húddið fór í hringsnúningi einhverja tugi metra, en skall síðan niður með miklum hvelli á miðjum veginum fyrir framan bílinn. 

Þegar að var gætt höfðu báðar festingarnar á því upp við framgluggann hrokkið í sundur og sömuleiðis festingin að framanverðu. 


mbl.is Kraftur skýstrókanna „með ólíkindum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband