"Við vitum ekki enn að við eigum í raun / auðlind..."

Tregða Íslendinga við að viðurkenna gildi náttúruverðmæta lands, sem eru einstæð á heimsvísu, virðist ótrúlega útbreidd hér á landi.

Í athugasemd við pistil hér á síðunni í gær trúir sá, sem þessa athugasemd ritar, að Hvalárvirkjun muni skapa þúsundir starfa.

Samt viðurkennir hann að virkjunin muni, eftir að hún tekur til starfa, ekki skapa eitt einasta starf í Árneshreppi 

Samt liggur fyrir að þrettán sinnum stærri virkjun á Austurlandi skapar um 400 störf og að raforka Hvalárvirkjunar gæti því aldrei skapað meira en 30 störf í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá Árneshreppi.

Því raforkan frá Hvalárvirkjun fer inn í kerfi Landsnets í meira en hundrað kílómetra fjarlægð frá aflegggjaranum, sem eftir sem áður liggur í sama horfi til Ísafjarðar. 

Fyrir liggur að fjárfesting í ferðaþjónustu og sjávarútvegi skilar næstum þrefalt meiri virðisauka inn í efnahagslíf okkar heldur en stóriðjan. 

Mestu auðæfi Íslands eru mannauðurinn og einstæð náttúra, sem á engan sinn líka í veröldinni, samanber þetta erindi úr ljóðinu "Kóróna landsins": 

 

Allvíða leynast á Fróni þau firn, 

sem finnast ekki´í öðrum löndum: 

Einstæðar dyngjur og gígar og gjár

með glampandi eldanna bröndum. 

Við vitum ekki´enn að við eigum í raun

auðlind í hraunum og söndum, 

sléttum og vinjum og urðum og ám

og afskekktum, sæbröttum ströndum."

 

 


mbl.is Dýrara en þú hélst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VesturVerk vill virkja Hvalá. VesturVerk er fámennur hópur braskara Í Reykjavík sem reyna með öllum ráðum að fóta sig í orkuframleiðslunni, einkavæða hana. Hinsvegar er ekki alveg ljóst hvaða menn standa að baku VesturVerks, vilja ekki láta nafns síns getir. Og ísl. fjölmiðlar eru það aumir og hræddir að þeir forðast að fjalla um málið. Einnig eru umhverfissinnar í VG týndir og töllum gefnir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.8.2018 kl. 16:50

2 identicon

Sæll Ómar.

Djók? Nei, alls ekki!!

Nafnið Ómar er komið úr hebresku
og merkir: sá sem er fljúgandi mælskur.

Nafnið er ekki að finna í manntali 1793 
og ekki frekar í manntali 1910;
1 í manntali 1921-30, 20 í manntali 1931-40;
118 í manntali 1941-50, þar af einnefni 29.

Hér er megintesti sem og ljóð með slíkum 
ágætum að morgunljóst er að þú ferð létt 
með að gera hvaða bjöllusauð sem er að 
forföllnum náttúruverndarsinna.


A Spy...

Húsari. (IP-tala skráð) 25.8.2018 kl. 17:03

3 identicon

Það vill svo til að hver einasti steinn í heiminum og hver lækjarspræna eru einstæð á heimsvísu. Einhverntíman var sagt að engin tvö snjókorn væru eins, Ómar vill þá væntanlega friða og varðveita hvert snjókorn.

Bara við álverið starfa nærri 800 sem fastir starfsmenn eða verktakar. Að segja að virkjunin skapi aðeins 400 störf er því eins og með aðrar tölulegar upplýsingar frá Ómari, bull sem sett er fram til að styðja hans málflutning frekar en veita nákvæmar upplýsingar. En nákvæmar upplýsingar forðast Ómar af öllum mætti.

Hábeinn (IP-tala skráð) 25.8.2018 kl. 17:41

4 Smámynd: Haukur Árnason

Er sammála þessu hjá þér.

En gætir þú gert okkur nokkra grein fyrir, hvernig stendur á því að okkar hreina orka er orðin snona óhrein. Ekki eftir nem 13%  En 87% kjarnorka og kol og olía ?

Sjá grein í Bændablaðinu. Sé ekki að MBL. eða Vísir nefni neitt um þetta.

Haukur Árnason, 26.8.2018 kl. 17:20

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Ómar vill þá væntanlega friða hvert snjókorn." "...eða verktakar.."  Nákvæmin í fyrirrúmi hjá Hábeini?

Ómar Ragnarsson, 26.8.2018 kl. 19:30

6 identicon

Það er breytilegt eftir vikum, mánuðum og árum hve starfsmenn eru margir, nákvæmnin verður því að miðast við það og að passa að ýkja ekki.

Hábeinn (IP-tala skráð) 26.8.2018 kl. 20:26

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, þetta er fyrirbæri sem fellur undir hugtakið "afleidd störf." En jafnvel þótt þetta sé samþykkt,er fjarri því að það sanni fullyrðinguna um að þrettán sinnum minni virkjun á Vestfjörðum skapi þúsundir starfa. 

Síðan er það svo að öll fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum hafa afleidd störf, líka skólar, stórbú, sjávarútvegsfyrirtæki og ferðaþjónustufyrirtæki. 

Einfaldast er að telja bein ársstörf hjá þeim öllum í samanburði, því að annars verða föstu störfin plús afleiddu störfin miklu fleiri samtals en allir Íslendingar. 

Hvað snertir það að ég og annað náttúruverndarfólk vilji láta friða allt, þá blasir við að fyrir síðustu aldamót lét það fólk að mestu átölulaust að virkja tæplega 30 stórvirkjanir, vegna þess að við þyrftum rafmagnið fyrir okkur sjálf. 

Meira að segja eru aðeins þrjú ár síðan síðasta nýja stórvirkjunin, Búðarhálsvirkjun, var vígð þegjandi og hljóðalaust. 

Og nú að þrefalda minnkun á vatnsmagni Þjórsár neðan við Búrfellsvirkjun með Búrfellsvirkjun II, sömuleiðis þegjandi og hljóðalaust. 

Þetta er fyrir löngu komið langt fram úr því að virkja fyrir íslensk heimili og fyrirtæki, því að í staðinn hafa þegar verið virkjuð 80 prósent orkunnar  fyrir erlend fyrirtæki og stefnt í að hækka þessa tölu upp í 90 prósent. 

Og með þessu verður virðisaukinn af fjárfestingunni innan við helmingur af virðisaukanum, sem ferðaþjónusta og sjávarútvegur gefa. 

Ómar Ragnarsson, 26.8.2018 kl. 22:59

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í fyrra var hægt að rekja eignarhaldið til kanadíska auðmannsins Ross Beaty á þann hátt, að Orkuveita Suðurnesja ætti meirihluta í Vesturverki, en sænska skúffufyrirtækið Magma Energie ætti Orkuveituna. Ráðandi hlut í Magma Energie ætti hins vegar kanadíski auðmaðurinn. 

Á þessu ári hafa verið fréttir á kreiki um sölu hans á sínum hlut, en eignarhaldið nýja ekki alveg á hreinu. 

Ómar Ragnarsson, 26.8.2018 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband