Öflugustu orrustuflugvélar heims gegn náttúruverndarfólki 1999.

Í tengslum við fréttir af æfingu NATO þessa dagana kemur enn í hugann æfingin Norðurvíkingur 1999, sem ég hef áður sagt frá hér á síðunni. 

Þá minnist ég engra mótmæla, þótt verið væri að æfa það á fullkomnustu og öflugustu orrustu- og sprengjuflugvélumm heims að ráðast á náttúruverndarfólk á miðhálendinu, sem skilgreint væri sem hryðjuverkafólk. 

Þetta sumar þurfti ég að fljúga nokkrum sinnum á flugvél yfir miðhálendið og í eitt skiptið var úr vöndu að ráða í myndatökuferð, því að þá hefði ég þurft að fljúga inn á yfirlýst bannsvæði sem loftherinn notaði til æfinga sinna.

Ef ég gerði það væri ég að brjóta gegn flugbanni, og það yrði kannski túlkað sem andstaða mín við veru landsins í NATO, og lítið myndi stoða þótt ég segðist ekki hafa verið gegn viðbúnaði hér á landi við varnir landsins. 

Spurningin var líka hvort hætta yrði á því að flug mitt myndi valda slysi eða notkun herflugvéla gegn mér. 

Ég gætti þess að taka enga áhættu heldur fljúga utan bannsvæðisins þótt það kostaði mig bæði tíma og fé auk þess sem tækifæri til fyrirhugaðrar myndatöku minnar færu forgörðum.

En æ síðan hefur mér fundist það umhugsunarefni, að íslenskir valdhafar skyldu telja það brýnasta verkefni herafla öflugasta herveldis heimns að ráðast á náttúruverndarfólk á miðhálendi Íslands með öflugustu drápstækjum veraldar.  

 


mbl.is Mótmæltu með blómum og skiltum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Hvað hefur Ísland að gera í NATO ... í bandalagi við þá, sem í gegnum sögu landsins hafa "misþyrmt" mönnum hérlendis?

Ég bara spyr ... mér finnst persónulega, að vera landsins í NATO ... jaðri við landráð. Hér er verið að hafa "samstarf" við fólk, og þjóðir, sem hafa myrt fólk á Íslandi.

Örn Einar Hansen, 20.10.2018 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband