Óháða rannsókn á skemmdafaraldri í tiltölulega nýjum húsum?

Kársnesskólinn í fréttunum í dag,  Orkuveituhúsið í síðustu viku o. s. frv.

Orkuveituhúsið eitt af furðulega mörgum húsum sem lenda á aftökulista. 

Er hægt að útskýra það að tiltölulega ný hús hér á landi, jafnvel innan við 20 ára gömul, hrynji niður vegna rakaskemmda og myglu á sama tíma og margfalt eldri hús, stór og smá, 80 ára gömul, standa af sér íslenska veðurfarið óskemmd og með miklum sóma?

Síðuhafa hafa borist til eyrna kenningar kunnáttumanna um að síðustu áratugi hafi verið farið framhjá ákvæðum laga og reglugerða um byggingar í stórum stíl og að þar kunni að leynast orsök þess að eins konar faraldur hefur farið um hundruð bygginga sem eru tiltölulega nýjar og orðið annað hvort stórskemmdar eða ónýtar, líkt og Kársnesskóli og Orkuveituhúsið. 

Hugsanlega þyrfti að leita til óháðs erlends aðila um að halda utan um svona rannsókn, því að umfangið er slíkt, að afar margir kunna að vera flæktir í þetta mál. 

Þetta er ekkert smámál, tjónið ekki bara tugir milljarða í allt, heldur talið í mörg hundruð þúsund milljörðum. 


mbl.is Byrjað að rífa Kársnesskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kársnesskóli er kominn til ára sinna, orðinn um eða nærri 60 ára gamall.

Reyndar gengur orðrómur um að bærinn vilji rífa hann til að nýta til íbúðabygginga enda fylgir skólanum mikið landsvæði.

Síðan verði byggður nýr skóli á gamla malarvellinum við Vallargerði, við hliðina á skólanum sem þar er.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.10.2018 kl. 20:07

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Austurbæjarskóli, Gamli Landsspítalinn, Landsbankinn, Landakotskirkja, Hótel Borg, austanverð Þingholtin, verkamannabústaðirnir í Vesturbærnum o. s. frv.,  - allt næstum 90 ára gömul steinhús í æpandi ósamræmi við þrefalt yngri byggingar. 

Ómar Ragnarsson, 23.10.2018 kl. 20:26

3 identicon

Þetta er því miður alveg rétt, Ómar.

Verulega sláandi. Ég held að ein ástæðan sé að ný hús eru of mikið einangruð þannig að hitinn innan frá nær ekki að þurrka upp útveggina sem verða þá fyrir rakaskemmdum.

Orkuveituhúsið er sérstakt rannsóknarefni enda átti að vera sérstaklega vel til þess vandað.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.10.2018 kl. 20:37

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sérfræðingur, sem ég hef rætt við, sagði einmitt að rangt væri staðið að einangruninni og það hefði viðgengist lengi. 

Ómar Ragnarsson, 23.10.2018 kl. 20:55

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hræddur um að þú hafir rétt fyrir þér Ómar, þegar þú telur tjónið geta hlaupið á stjarnfræðilegum tölum. Það tekur jú talsverðan tíma, þar til skemmdirnar koma í ljós og hræddur um að þegar yfir lýkur hlaupi tjónið á upphæðum sem hrylla.

 Hvers vegna þessi vanræksla í hönnun og framkvæmd fékkst viðgengin svo lengi, er varla öðru um að kenna en handónýtu embættis og eftirlitsmannakerfi, sem virkar ekki fyrir fimmeyring. Framundan eru gósentímar viðhalds og viðgerðaraðila, í boði amlóða, en á kostnað húsnæðiseigenda. 

 Allir sjá, en enginn gerir neitt. Sama gamla hérlenda tuggan og áður. Enginn er ábyrgur. Ísland í dag, sem fyrr.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 23.10.2018 kl. 23:31

6 Smámynd: Haukur Árnason

Væri góð byrjun að banna þolplast.

Haukur Árnason, 24.10.2018 kl. 11:08

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er alveg vitað hvað vandamálið er.  Hönnunargallar.  Arkitektar vita ekkert hvað þeir eru að gera.  Hús halda vatni ótrúlega vel, þegar það ætti í raun að leka af þeim jafnóðum.  Það eru gömul vísindi.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.10.2018 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband