Á sama tíma er áfram leyfð stór auglýsing með röngum tölum.

Bönnuð hefur verið birting auglýsoingar um laxeldi á Íslandi í flugstöð Leifs Eiríkssonar, á þeim forsendum að hún kunni að vera umdeilanleg.Auglýsing Landsvirkjun

Á sama tíma er fyrsta flennistóra auglýsinginí Leifsstöð, sem tekur við farþegum til landsins og kveður þá við brottför auglýsing Landsvirkjunar, þar sem fullyrt er ranglega að öll orka sem Íslendingar framleiði, 100%, hrein og endurnýjanleg. 

Rétta talan gæti með góðum vilja nálgast 75%.

Allar gufuaflsvirkjanir frá Reykjanestá norðaustur til Þingvallavatns fela í sér hreina rányrkju.  

Af hverju er þessi auglýsing leyfð? Auglýsing LV (2)


mbl.is „Þetta getur varla staðist“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Ég vil meina, að íslensk orkuframleiðlsufyrirtæki séu að hagræða sannleikanum.

Hvað er satt ?

Umrædd auglýing í Leifsstöð eða upprunavottorð orkuframleiðslu á orkureikningum  ?

Hvað um framsölu orkufyrirtækjanna á upprunavottorðum, svokölluðum "hreinleikavottorðum" varðandi orku ?

Það er ekkert minnst á slíkt í umræddri auglýsingu í Leifsstöð.

Mér skilst, að illa gangi að fá upplýsingar um tekjur, sem orkufyrirtækin hafi vegna sölu á umræddum upprunavottorðum varðandi hreinleika orku.

Sannleikurinn er greinilega til sölu hjá sumum.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson. 

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 27.10.2018 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband