1954 horfði líka ófriðlega við Kínastrendur.

Þegar Shangkai Sék flúði með herlið sitt frá meginlandi Kína 1949 og flutti hann til Tævan, þar sem hann og arftakar hans hafa ráðið síðan í skjóli Bandaríkjanna, var það ekki alger flutningur frá meginlandinu, því að eyjarnar Quemoy og Matsu skammt undan meginlandinu, urðu áfram á valdi þjóðernissinnanna með stuðningi Bandaríkjamanna. 

Kóreustríðið var vart afstaðið 1953 þegar kommúnistastjórnin í Peking fór að gera sig líklega til að hertaka smáeyjarnar, en Kanar og Tævastjórn lýstu yfir því að það yrði ekki liðið. 

1954 féll vígi Frakka í Dienbienfú og þar með urðu kaflaskil í baráttu Víetnama fyrir sjálfstæði landsins. 

Það var sem sé nokkuð ófriðlegt í næsta nágrenni Kína. 

Aldrei kom til stríðs út af Quemoy og Matsu og 15 árum síðar friðmæltust Nixon og Kissinger við kommúnistastjórnina í Kína. 

En það segir svo sem lítið um horfurnar framundan í sambúð Kínverja og Bandaríkjamanna.

 

 


mbl.is Stríð á milli Bandaríkja og Kína líklegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband