8.12.2018 | 22:36
Heilinn þarf þjálfun eins og önnur líffæri líkamans.
Oft sýna dýrar og viðamiklar rannsóknir það sem hefur alltaf legið í augum uppi. Eitt af því er sú vísindalega fengna niðurstaða, að svokölluð heilabrot eru jafn mikilvæg fyrir heilann og sálina og hreyfing og notkun er fyrir aðra hluta líkamans.
Þegar ég var ungur í sveit var bóndinn, ömmusystir mín, ekki hrifin af því að vera að "sóa" líkamlegri orku í íþróttir og hreyfingu, hreyfingarinnar vegna, heldur væri nær að nýta líkamskraftana til að vinna líkamleg störf.
Um miðja síðustu öld var vélvæðing enn skammt á veg komin, það var enn slegið, rakað og rifjað með handafli, grafnir skurðir og byggðir vegir.
Nú er öldin önnur, og ef einhver heldur því fram, að það sé fánýt iðja að fást við þrautir, leiki og andlega sköpun, sem krefst mikilla heilabrota og hugsunar, er það öðru nær.
Það að láta gamminn geysa á andlega sviðinu er beinlínis bráðnauðsynlegt til að halda bæði andlegri og líkamlegri heilsu.
Og Bruce Dickinson hefur ábyggilega rétt fyrir sér þegar hann heldur fram gildi þess að leyfa huganum að "flippa" og fara á flug, bæði beislaður og óbeislaður, til þess að staðna ekki og hrörna.
Heilsubótarganga um heilabúið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.